Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. október 2019 18:39 Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór. Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
Starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og tveir fyrrverandi starfsmenn á flugvellinum eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um umfangsmikið fíkniefnasmygl. Eru þeir grunaðir um að hafa smyglað nokkrum lítrum af amfetamínbasa og rúmlega tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Mennirnir, sem fæddir eru árið 1992 og 1991, voru handteknir um miðja síðustu viku eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af einum þeirra sem leiddi til þess að efnin fundust. „Þetta mál kemur upp 23. október síðastliðinn. Lögreglumenn í almennu umferðareftirliti höfðu hér afskipti af borgara sem leiddi til þess að það var lagt hald á töluvert magn fíkniefna,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Maðurinn, ásamt tveimur öðrum, voru þá úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald grunaðir um að hafa smyglað efnunum til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða nokkra lítra af amfetamínbasa og rúmlega tvö kíló af kókaíni. „Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því miður getum við ekki gefið út frekari upplýsingar hvað það varðar,“ segir Jón Halldór.Amfetamínbasi er fljótandi amfetamín sem notað er til að framleiða amfetamínduft en úr einum lítra er hægt að fá hátt í tólf kíló af amfetamíndufti í þeim styrkleika sem selt er á götunni. Áreiðanlegar heimildir fréttastofu herma að einn mannanna, sem fæddur er árið 1992, sé starfsmaður Airport Associates, og hefur starfað þar í nokkuð mörg ár. Hinir tveir eru fyrrverandi starfsmenn sama fyrirtækis. Þá herma heimildir fréttastofu að lögreglan hafi farið í húsleit í húskynnum fyrirtækisins vegna málsins. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um tengsl mannanna við flugvöllinn. Rannsókn málsins sé í fullum gangi. „Ég myndi segja að þessi rannsókn væri vel á veg komin en á viðkvæmu stigi,“ segir Jón Halldór.
Fíkn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Sjá meira
Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni. 16. október 2019 19:30