Segir gríðarlegan styrk í að fá Elizu Reid til liðs við Íslandsstofu Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2019 13:14 Eliza Reid mun mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hefur gert áður. vísir/vilhelm Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson. Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Eliza Reid eiginkona forseta Íslands hefur ráðið sig til starfa hjá Íslandsstofu. Hún er fyrsti maki forseta landsins til að gegna launuðu starfi hér innanlands. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir gríðarlegan styrk felast í því að Elíza gangi til formlega til liðs við Íslandsstofu. Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, segir að verið sé að endurskipuleggja starfsemi stofunnar og meðal annars horft til þess hvernig auka megi slagkraftinn í viðburðum erlendis. „Eliza hefur verið að vinna með okkur að slíkum verkefnum á undanförnum árum. Þegar við fórum að skoða hvað væri framundan sáum við að það gæti nýst frábærlega að fá hana í liðið og óskuðum eftir hennar kröftum og hún varð við því,“ segir Pétur. Elíza muni mæta með Íslandsstofu á valda viðburði í útlöndum eins og hún hafi gert áður. Íslandsstofa hafi sótt valda viðburði í Norður-Ameríku og Evrópu. „Núna munum við einfaldlega skipuleggja næsta ár með hliðsjón af því að við höfum aðgang að hennar kröftum.“Þetta verður væntanlega ekki fullt starf?„Nei, þetta er ekki fullt starf. En hún kemur hér sem verktaki og við að sjálfsögðu greiðum henni fyrir hennar vinnu,“ segir Pétur.Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/VilhelmReiknað sé með að hún fái greitt um 580 þúsund krónur á mánuði vegna starfa sinna. Þetta er í fyrsta skipti sem maki sitjandi forseta Íslands tekur að sér launað starf hér innanlands en Dorrit Moussaieff sinnti fyrirtæki sínu og föður síns í Lundúnum í forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Pétur segir það hafi legið í augum uppi að nálgast forsetafrúna vegna þessara verkefna, enda hafi það sýnt sig að verulega muni um hana þegar hún hefur lagt verkefnum Íslandsstofu lið.Þið eruð sannfærð um að hún muni efla ykkar út á við fyrir Íslands hönd? „Ekki spurning. Gríðarlegur styrkur,“ segir Pétur Óskarsson.
Forseti Íslands Utanríkismál Tengdar fréttir Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Eliza Reid fundarstjóri á viðskiptaþingi Eliza Reid forsetafrú og sagnfræðingur verður fundarstjóri á Alþjóðadegi Millilandaráðanna sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 11. nóvember næstkomandi. 24. október 2019 10:27