Má reikna með fleiri uppsögnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2019 12:17 Talið er að fyrirtæki haldi áfram að hagræða. Gert er ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting verði í tíu ára lágmarki á þessu ári. Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel. Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Gjaldþrot WOW air er helsta ástæða þess að gert er ráð fyrir samdrætti í hagkerfinu á þessu ári að mati hagfræðideildar Landsbankans. Forstöðumaður segir von er á fleiri uppsögnum á næstu misserum og auknu atvinnuleysi. Hagfræðideild Landsbankans kynnti í morgun hagspá næstu fjögurra ára, eða frá 2019-2022. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti á þessu ári. Á næsta ári er spáð hóflegum tveggja prósenta vexti á ný. Daníel Svavarsson er forstöðumaður hagfræðideildarinnar. „Stærsta einstaka skýringin er náttúrulega áföllin í ferðaþjónsutnni. Fall WOW air. Þetta var mikið högg fyrir ferðaþjónustuna og samhliða þessu erum við að sjá miklar breytingar í atvinnuvegafjárfestingu. fyrirætkin eru að bregðast við breyttum horfum," segir Daníel. Hagfræðideildin spáir ríflega 21 prósenta samdrætti í atvinnuvegafjárfestingu, þeim mesta frá hruni. „Það er útlit fyrir að samdrátturinn verði sá mesti frá árinu 2009," segir Daníel. Þar er WOW einnig stærsti áhrifaþátturinn.Gjaldþrot WOW air hefur mikil áhrif á hagkerfið á þessu ári.Vísir/vilhelm„Sá samdráttur sem við erum að sjá á þessu ári er til dæmis verið hjá bílaleigum, í hótelgeiranum og hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. Þannig þetta er mjög tengt ferðaþjónustunni. Hún er að ganga í gegnum ákveðna aðlögun núna," segir Daníel. Hagfræðideildin telur að stjórnvöld muni vega á móti þessu með aukinni opinberri fjárfestingu, líkt og til dæmis hefur verið boðað í vegakerfinu. Spáð er sex prósenta aukningu á þessu ári og tíu prósenta á næsta ári. Nokkuð hefur verið um hópuppsagnir og glötuð störf á síðustu misserum. Líkt og til dæmis hjá WOW air og Arion banka. Atvinnuleysi mældist 3,5 prósent í september og hafði þá aukist um 1,2% milli ára. Þá hefur atvinnuþátttaka einnig dregist lítillega saman. Talið er að það kuni að vera merki um dulið atvinnuleysi þar sem ákveðnir hópar kjósi að fara frekar út af vinnumarkaði í stað þess að standa í erfiðri atvinnuleit. Daníel spáir fleiri uppsögnum. Talið er að atvinnuleysi verði 3,6% í ár, hækki í 4% á næsta ári en lækki síðan aftur að núverandi ástandi, eða í 3,5% árið 2021. „Það má reikna með því að fyrirtæki haldi áfram að hagræða í vetur og á næsta ári. Það gæti skilað sér í lítilsháttar aukingu á atvinnuleysi á næstu misserum og árum," segir Daníel.
Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira