HBO pantar seríu um Targaryen-ættina 30. október 2019 07:58 Drekar verða að öllum líkindum mjög áberandi í nýju þáttunum. Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira