Segir Miðflokkinn ekki stefna lengra til hægri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 18:47 Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira