Fótbolti

Fyrsta mark Björns í þrjá mánuði kom í óvæntu tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björn í leik gegn CSKA Moskvu á síðustu leiktíð.
Björn í leik gegn CSKA Moskvu á síðustu leiktíð. vísir/getty
Björn Bergmann Sigurðarson skoraði sitt fyrsta mark síðan 12. ágúst er hann skoraði í 2-1 tapi Rostov gegn FC Tambov.

Björn Bergmann hefur verið að glíma við mikil meiðsli á leiktíðinni en var í byrjunarliði Rostov í dag sem og Ragnar Sigurðsson.

Skagamaðurinn kom Rostov yfir á 7. mínútu en tvö mörk frá gestunum frá Tambov í síðari hálfleik tryggði þeim stigin þrjú.







Björn Bergmann fór af velli á 77. mínútu en Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Rostov.

Rostov er í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, þremur stigum á eftir Zenit, en Tambov er í næst neðsta sætinu svo tapið var afar slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×