Reyna að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist af í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2019 14:15 Frá Grímseyjarhöfn Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“ Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Bæjarfulltrúar á Akureyri eru langt komnir með að funda með öllum íbúum Grímseyjar til að kanna möguleika á því hvað sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að heilsársbyggð leggist þar af. Búið er að selja nær helming aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. Sjávarútvegur hefur verið helsta atvinnugreinin í eyjunni og því hafa íbúar áhyggur af stöðu mála.Stefnt er að því að funda með hverri einustu fjölskyldu sem á lögheimili í Grímsey og er það langt komið. Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, á sæti í verkefnastjórn Brothættra byggða vegna Grímseyjar og hefur setið fundina. „Við erum að leita eftir viðhorfum þeirra til búsetu í Grímsey, hvað þurfi til að fólk sé þá tilbúið að vera þarna áfram og hvaða aðgerða þarf að grípa í raun og veru til eða hvaða tækifæri þau sjá,“ segir Gunnar. Hann segir alla gera sér grein fyrir því að staðan sé mjög viðkvæm. „Þar sem að stærsti hluti kvótans hefur í raun og veru verið seldur og þá sjá það held ég allir að byggð í Grímsey hlýtur að byggjast í kringum sjávarútveg. Þetta er mjög viðkvæmt og fólk hefur áhyggjur,“ segir Gunnar. Sá möguleiki sé fyrir hendi að heilsársbyggð leggist af. „Þetta er mikil breyting ef að við stöndum hugsanlega frammi fyrir þeim valkosti á einhverjum tímapunkti að þurfa að segja að þarna sé hugsanlega öllu lokið sem við skulum segja byggð allt árið“Það er raunveruleg hætta á því?„Það veltur á því hver niðurstaðan verður úr þessum samtölum og hvaða tækifæri við höfum og hvað fólk er þá tilbúið að gera þegar við förum að ræða við fólk eftir þessa fundi.“
Akureyri Byggðamál Grímsey Tengdar fréttir Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17 Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ætla að ræða við hverja og eina fjölskyldu í Grímsey vegna stöðunnar Sala á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni efh. til Ramma hf. eru afar slæmar fréttir fyrir byggðina í Grímsey því með sölunni fer nær helmingur aflaheimilda útgerðarfyrirtækja í Grímsey frá eyjunni. 16. október 2019 13:17
Þúsund tonna fiskkvóti fer úr Grímsey Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að ekki sé ástæða til að aðhafast neitt vegna kaupa Ramma hf., sem vinnur rækju á Siglufirði og fisk í Þorlákshöfn, á öllu hlutafé í Sigurbirni hf., í Grímsey. 30. október 2019 06:15