Þorsteinn færður á Litla-Hraun vegna brota á reglum á Sogni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2019 08:30 Þorsteinn var fluttur af Sogni á Litla-Hraun sem er öryggisfangelsi. Fréttablaðið/Anton Brink Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni á Litla-Hraun. Hann afplánar margra ára dóm fyrir kynferðisbrot gegn unglingspilti. Flutningurinn tengist brotum á reglum sem gilda á Sogni. Þorsteinn Halldórsson sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisvistar í vor fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti, var í gær fluttur úr opna fangelsinu Sogni til afplánunar á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist flutningurinn brotum Þorsteins á reglum fangelsisins um notkun fjarskiptatækja. „Ég get ekki tjáð mig um mál einstakra fanga, en það er ekki óalgengt að fangar séu fluttir milli fangelsa,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir að þótt meira frjálsræði sé í opnum fangelsum sé einnig haft eftirlit með því að fangar virði þær reglur sem þar gilda, meðal annars um notkun tölvu og farsíma.Hafa gagnrýnt að hann fái að afplána í opnu fangelsi Foreldrar brotaþolans í máli Þorsteins hafa gagnrýnt að Þorsteinn fái að afplána í opnu fangelsi en þau voru í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi. Þar kom fram að þau hefðu átt fund með Fangelsismálastofnun og fengið loforð um að þeim yrði gert viðvart um breytingar sem yrðu á afplánun hans, til dæmis um dagsleyfi, afplánun á ökklabandi og reynslulausn. Þá fengu þau staðfest að Þorsteinn hefði aðgang að tölvu og gæti til dæmis sent tölvupóst. Með flutningi hans frá Sogni til Litla-Hrauns hefur Þorsteinn glatað þeim aðgangi en Litla-Hraun er skilgreint sem öryggisfangelsi og réttindi fanga þar mun þrengri en í opnu fangelsunum. „Við spurðum hvort það hefði ekkert að segja að gefin hefur verið út ákæra á hendur honum fyrir brot gegn öðru barni. Og hvort ekki sé óeðlilegt að maður sem er dæmdur fyrir alvarleg kynferðisbrot fari í opið úrræði meðan málsmeðferð er í gangi í óskyldu máli gegn öðru barni,“ sagði faðir drengsins í viðtalinu.Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn drengnum Þorsteinn var dæmdur fyrir að hafa ítrekað tælt drenginn til sín með fíkniefnum, lyfjum og öðrum gjöfum á borð við farsíma, peninga og tóbak, og nýtt sér yfirburði sína til að hafa við hann samræði og önnur kynferðismök. Áður en Þorsteinn var dæmdur braut hann ítrekað gegn nálgunarbanni gagnvart drengnum. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði í fyrra en Landsréttur stytti dóminn í fimm og hálfs árs fangelsi í vor. Þorsteinn hefur nú aftur verið ákærður fyrir að hafa framið svipuð brot gegn barni, bæði áður en og eftir að það var fimmtán ára gamalt.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent