Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi í Kópavogi um klukkan þrjú í nótt. Þar hafði kviknað í sæng og kodda en þegar slökkviliðsmenn bar að garði var eldurinn slokknaður og aðeins lítilsháttar glóð í sænginni. Sængin var fjarlægð og íbúðin reykræst.
Fjölskylda með börn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en þeim varð ekki meint af að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Þau leituðu sjálf á slysadeild í kjölfarið til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi.
Að öðru leyti var mikill erill í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu í nótt.
Kviknaði í sæng og kodda í Kópavogi
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
