Berst fyrir lífi sínu eftir alvarlegt bílslys í Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 Hanna Margrét lenti í alvarlegu bílslysi á leið sinni til vinnu í síðustu viku. Mynd/Aðsend Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér. Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hanna Margrét Condon, ung, hálfíslensk kona, liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Illinois-ríki í Bandaríkjunum eftir alvarlegt bílslys í síðustu viku. Aðstandendur hennar, sem standa að netsöfnun til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar, segjast ævinlega þakklát þeim sem lagt hafa söfnuninni lið – einkum Íslendingunum sem rétta fram hjálparhönd yfir hafið. Hanna Margrét er 22 ára, nýútskrifuð úr háskóla og kennir börnum með sérþarfir. Hún er uppalin í Bandaríkjunum en á íslenska móður, Huldu Björk Stebbins, og hefur heimsótt Ísland reglulega í gegnum árin. Hún var á leið til vinnu að morgni 30. október þegar hún lenti í hörðum árekstri við flutningabíl.Fjölskyldan í molum Stína Ólafsdóttir, sem starfar við ríkisháskóla í Ohio-ríki, er æskuvinkona Huldu, móður Hönnu Margrétar. Hún er á meðal þeirra sem halda utan um GoFundMe-söfnun sem hrint var af stað í kjölfar slyssins, m.a. til að standa straum af kostnaði vegna aðhlynningar Hönnu Margrétar. „Fjölskyldan er alveg í molum,“ segir Stína í samtali við Vísi. „Að fá svona stuðning fyrir því sem vantar, það bara eru ekki til orð yfir það.“ Alltaf einhver hjá henni Hanna Margrét liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsinu, sem er í um tveggja klukkutíma fjarlægð frá heimili hennar. Hún hlaut töluverða höfuðáverka í slysinu og á langt bataferli fyrir höndum. Þá skiptist fjölskyldan á að dvelja hjá henni á spítalanum. „Öðru hvoru, ef hún er spurð, þá kreistir hún fingur og það er gott,“ segir Stína. „Hulda gistir í bænum þar sem sjúkrahúsið er og reynir að fara heim um helgar, skiptist á við pabba hennar eða annan fjölskyldumeðlim. Það er alltaf einhver hjá henni.“ Ómetanlegur stuðningur Stína segir að viðbrögðin við söfnuninni hafi verið ómetanleg. Strax og fréttir bárust af slysinu hafi batakveðjum byrjað að rigna yfir fjölskyldu þessarar yndislegu, ungu konu. „Þau eru svo þakklát. Ég setti þetta upp snemma um morguninn og fimm mínútum síðar var byrjað að senda á hana kveðjur og gefa í söfnunina,“ segir Stína. „Fjölskyldan kemst ekki yfir það hvað þau eru búin að fá mikinn stuðning. Fólk er að biðja fyrir henni og hugsa til hennar. Þegar svona kemur fyrir finnur maður hvað maður á góða að og Íslendingar styðja sérstaklega vel við þá sem þurfa á stuðningi að halda.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að ýta hér.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira