Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Ari Brynjólfsson skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Dæmi eru um að sjúklingar fái lyfin afhent í gistiskýlinu við Lindargötu. Fréttablaðið/Anton Brink Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira