„Heill á ný“ með nýju typpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 13:16 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post. Bandaríkin Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post.
Bandaríkin Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent