Lýsa yfir þungum áhyggjum af þjónustusamningi við RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Þjónustusamningur ráðuneytisins við RÚV rennur út um áramót. Fréttablaðið/Pjetur Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sjálfstæðir kvikmyndaframleiðendur hafa miklar áhyggjur af því að gagnrýni frá þeim verði ekki tekin með í reikninginn við gerð nýs þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Ríkisútvarpið. Nýr samningur til ársins 2024 mun líta dagsins ljós fyrir áramót. Ráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurnum um stöðuna á samningagerðinni en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er hún á lokametrunum. Helstu áhyggjurnar snúa að því að ekki verði skerpt á skilgreiningu á hvað sé sjálfstæður framleiðandi. RÚV skilgreinir sjálfstæðan framleiðanda sem „seljanda tilbúins efnis eða umsjónarmann eða framleiðanda efnis“. Samkvæmt reglugerð um Kvikmyndasjóð má hins vegar finna skilgreininguna „sjálfstæður framleiðandi er fyrirtæki sem hefur kvikmyndagerð að meginstarfi“. Samtök iðnaðarins (SI) óskuðu eftir svörum frá ráðuneytinu fyrir meira en ári og funduðu með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í mars. Síðan hafa engin svör borist. „Útfærsla þjónustusamningsins skiptir sköpum fyrir hagsmuni okkar félagsmanna,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI. „Ég trúi ekki öðru en að ráðuneytið eigi við okkur samtal um þessi mál áður en gengið verður frá þjónustusamningnum. RÚV teygir sig mjög langt í skilgreiningu á því hvað telst sjálfstæður kvikmyndaframleiðandi. Við teljum að með því sé vegið að hagsmunum greinarinnar.“ Samkvæmt núgildandi þjónustusamningi er RÚV skyldað til að láta einn tíunda af útgjöldum renna til sjálfstæðra framleiðenda. Yfirlit yfir viðskipti RÚV við sjálfstæða framleiðendur á árunum 2016 og 2017 eru aðgengileg á vef Alþingis. Þar sést að í mörgum tilfellum er um að ræða þáttastjórnendur og jafnvel aðrar opinberar stofnanir. „Yfirlitin benda til þess að verið sé að fella almenn viðskiptasambönd og aðkeypta þjónustu frá hinum ýmsu aðilum undir kaup á efni frá sjálfstæðum framleiðendum,“ segir Sigríður. „Að okkar mati þarf að fara ofan í saumana á þessu og tryggja að upprunalegur tilgangur þessa hlutverks RÚV um að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi nái fram að ganga.“ RÚV neitar að afhenda Fréttablaðinu yfirlit yfir viðskipti við sjálfstæða framleiðendur árið 2018, er það nú til umfjöllunar hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Fleiri atriði tengjast gerð þjónustusamningsins, þá helst vera RÚV á auglýsingamarkaði. Fram kemur í svari RÚV við fyrirspurn Fréttablaðsins að tekjur af sölu auglýsinga námu tveimur milljörðum í fyrra, er það um einn þriðji tekna stofnunarinnar. Rekstur auglýsingadeildar var rúmur einn tíundi af þeirri upphæð, eða 255 milljónir króna. Alls var hlutdeild samkeppnisrekstrar í kostnaði um 525 milljónir króna í fyrra, en um 270 milljónir króna af því myndi áfram falla á RÚV ef stofnunin hyrfi af auglýsingamarkaði. Það þýðir að RÚV þyrfti um 1,8 milljarða króna til viðbótar til að halda áfram rekstri í núverandi mynd. Ríkisendurskoðun er nú að vinna stjórnsýsluúttekt á RÚV. Nær úttektin til fjármögnunar og reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV. Í byrjun hausts var gert ráð fyrir að skýrslan yrði tilbúin í síðari hluta október. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er dregin upp dökk mynd af stjórnsýslu RÚV í skýrslunni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira