Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2019 22:39 Dóra Sigfúsdóttir búkollustjóri spjallar við fréttamann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15