Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2019 22:39 Dóra Sigfúsdóttir búkollustjóri spjallar við fréttamann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15