Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira
Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ Innlent Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Innlent Fleiri fréttir Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Sjá meira