Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 09:02 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“