Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Frá þjóðaratkvæðagreiðslunni um breytingar á stjórnarskránni árið 2012. fréttablaðið/pjetur Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira
Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. Á fundi formanna í október átti forsætisráðherra frumkvæði að umræðu um hvort setja ætti breytingar á dómstólaákvæðum stjórnarskrárinnar í forgang og vísaði til skoðanakönnunar um stjórnarskrármál sem stjórnarráðið lét framkvæma og leiddi í ljós að almenningur setji umbætur á ákvæðum um dómsvald í mikinn forgang. Formenn hafa hist að jafnaði einu sinni í mánuði á kjörtímabilinu og hefur eitt frumvarp verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. „Við erum komin mjög langt með vinnu við þessi tvö ákvæði og tiltölulega vel á veg komin með ákvæði um forseta og framkvæmdarvald,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún segir hópinn nú bíða eftir að sjá niðurstöður þeirrar rökræðukönnunar sem fer fram um helgina. Einnig hefur verið rætt um þjóðaratkvæði og um framsal vald¬heimilda en sú vinna sé styttra á veg komin þótt hið síðarnefnda hafi reyndar verið rætt töluvert. Á fundi hópsins í október var einnig rætt um drög að frumvarpi um stöðu íslenskrar tungu í stjórnarskrá og samþykkt að vísa því í opið samráð. Frumvarpið byggir á hugmynd sem kom fram í meðferð frumvarps stjórnlagaráðs á Alþingi og á fyrirmynd í ákvæði stjórnarskrárinnar um þjóðkirkjuna og kveður á um að íslenska sé þjóðtunga á Íslandi og ríkisvaldið skuli styðja hana og vernda. Katrín segist stefna að því að ákvæði um þjóðtungu verði kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í kring um áramót en tillögur um breytingar á ákvæðum um forseta og framkvæmdarvald á vormánuðum. Um elstu ákvæði stjórnarskrárinnar er að ræða sem litlum sem engum breytingum hafa tekið frá lýðveldisstofnun. Hafa formennirnir rætt drög að frumvarpi á þremur síðustu fundum sínum en frumvarpsdrögin samdi Skúli Magnússon, dósent og héraðsdómari. Frumvarpsdrögin hafa ekki verið birt en umræður meðal formanna lúta meðal annars að því hvort auka eigi pólitískt hlutverk forseta við stjórnarmyndanir og hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um ábyrgðarleysi forseta. Einnig hafa formenn rætt um mögulegar breytingar á ákvæðum um þingrof og lærdóma sem draga mætti af þróun til dæmis í Bretlandi.Fjöldafundur um stjórnarskrá í Laugardalshöll Tveggja daga rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar fer fram í Laugardalshöllinni um komandi helgi. Framkvæmdin er í höndum Félagsvísindastofnunar Íslands og gert er ráð fyrir 200 til 300 þátttakendum en þeir eru valdir úr hópi þeirra 2.000 sem tóku þátt í fyrrnefndri skoðanakönnun. Umræðan fer fram á 25 til 30 borðum undir stjórn umræðustjóra. Rætt verður um fjölda málefna; um embætti forseta, þjóðaratkvæðagreiðslur, Landsdóm, kjördæmaskipan, atkvæðavægi, alþjóðlegt samstarf og fleira. Að umræðum loknum svara sérfræðingar spurningum sem upp hafa komið í umræðunum. Spurningalistar verða lagðir fyrir þátttakendur bæði fyrir og eftir umræðurnar. „Þannig er hægt að greina hvort og þá hvernig viðhorf fólks breytast við það að ræða rök með og á móti ýmsum tillögum,“ segir Guðlaug Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar. Í kjölfarið verði unnin skýrsla um greiningu á könnununum og umræðum fundarins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stjórnarskrá Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Sjá meira