Risagróðurhús þyrfti orku Blönduvirkjunar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. nóvember 2019 06:15 Ylrækt hefur lengi verið stunduð á Íslandi. Myndin er úr gróðurhúsi Lambhaga. Fréttablaðið/Vilhelm Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Risavaxið ylræktarver Paradise Farm sem nú er verið að kanna hvort risið geti í Ölfusi myndi fullbyggt þurfa 150 megavött af raforku. Það samsvarar hámarksafköstum Blönduvirkjunar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og einn aðstandenda Paradise Farms, segir ýmsa raforkusala koma til greina. „Menn eru talsvert áhugasamir,“ svarar Gunnar um viðbrögð raforkusala til þessa. „Það er til talsverð orka inni á kerfinu en það er bara spurning hvar er hægt að nota hana,“ bætir Gunnar við og útskýrir að ýmis tæknileg atriði þurfi að leysa varðandi flutning á raforku fyrir starfsemi Paradise Farms og að það muni kosti miklar fjárfestingar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær standa erlendir fjárfestar að Paradise Farm. Ætlunin er að byrja starfsemina á tíu hekturum undir glerþaki og stækka síðan á endanum upp í fimmtíu hektara – eða 500 þúsund fermetra. Rækta á ýmiss konar grænmeti og ávexti með áherslu á útflutning. Gefur augaleið að umsvifin yrðu gríðarleg. Aðspurður um ljósmengun segir Gunnar að reynt yrði að draga úr henni eins og mögulegt sé með tjöldum fyrir ofan ljósin. Ekki myndi stafa önnur mengun frá starfseminni. „Í nýjum stöðvum er hringrásarkerfi þannig að það er alltaf verið að nýta sama áburðarvatnið og ekki verið að setja það út í náttúruna,“ segir Gunnar. Talsvert afrennsli af volgu vatni mætti nýta í landeldi á fiski sem áhugi sé fyrir að koma á laggirnar í Ölfusi. „Svo þurfum við að vinna í að breyta kolsýrunni sem kemur úr Hellisheiðarvirkjun í kolefni sem við gætum notað við ræktunina og gert virkjunina umhverfisvænni í leiðinni.“ Að sögn Gunnars var hann ekki mjög trúaður á verkefnið í byrjun. „En eftir því sem maður skoðar þetta meira er þetta alltaf að verða fýsilegra. Fyrst þetta er hægt í landlausu landi eins og Hollandi þar sem menn reisa svona garðyrkjustöðvar án þess að blikna, hvers vegna ætti það þá ekki að vera mögulegt hér?“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Orkumál Ölfus Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira