Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 11:30 Sala var minnst á heimaleik Cardiff City í febrúar. Vísir/getty Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. Cardiff keypti Argentínumanninn Emiliano Sala frá Nantes 19. janúar 2019 en hann lék aldrei með velska félaginu því hann fórst í flugslysi á Ermarsundi á leið frá Frakklandi til Wales 21. janúar. Síðan þá hafa félögin deilt um hvort Cardiff eigi að borga pening fyrir leikmann sem spilaði aldrei fyrir félagið. FIFA hefur nú kveðið upp endanlegan dóm sinn í málinu og hann er með franska félaginu.Fifa are releasing full details of decisions taken by their committees; this one, that Cardiff must pay Nantes the transfer fee for the late Emiliano Sala, imposes a 3 window transfer embargo if Cardiff don't pay within 45 days. https://t.co/1rRoKSAhHB — David Conn (@david_conn) November 4, 2019 David Conn, blaðamaður á Guardian, segir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að þar komi fram að Cardiff þurfti að greiða allan peninginn sem var samið um fyrir Emiliano Sala eða eiga það á hættu að vera dæmt í þriggja glugga bann. Cardiff fær líka aðeins einn og hálfan mánuð til að gera upp. Cardiff City samdi um að borga fimmtán milljónir punda fyrir Sala sem gerði hann að dýrasta leikmanninum í sögu velska félagsins. Sala var 28 ára gamall þegar hann lést en hann hafði spilað í franska boltanum síðan hann var tvítugur. Þriggja glugga bann þýddi það að Cardiff mætti ekki kaupa nýjan leikmann fyrr en sumarið 2021. Næstu þrír gluggar eru janúar 2020, sumarið 2020 og janúar 2021. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. Cardiff keypti Argentínumanninn Emiliano Sala frá Nantes 19. janúar 2019 en hann lék aldrei með velska félaginu því hann fórst í flugslysi á Ermarsundi á leið frá Frakklandi til Wales 21. janúar. Síðan þá hafa félögin deilt um hvort Cardiff eigi að borga pening fyrir leikmann sem spilaði aldrei fyrir félagið. FIFA hefur nú kveðið upp endanlegan dóm sinn í málinu og hann er með franska félaginu.Fifa are releasing full details of decisions taken by their committees; this one, that Cardiff must pay Nantes the transfer fee for the late Emiliano Sala, imposes a 3 window transfer embargo if Cardiff don't pay within 45 days. https://t.co/1rRoKSAhHB — David Conn (@david_conn) November 4, 2019 David Conn, blaðamaður á Guardian, segir frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Hann segir að þar komi fram að Cardiff þurfti að greiða allan peninginn sem var samið um fyrir Emiliano Sala eða eiga það á hættu að vera dæmt í þriggja glugga bann. Cardiff fær líka aðeins einn og hálfan mánuð til að gera upp. Cardiff City samdi um að borga fimmtán milljónir punda fyrir Sala sem gerði hann að dýrasta leikmanninum í sögu velska félagsins. Sala var 28 ára gamall þegar hann lést en hann hafði spilað í franska boltanum síðan hann var tvítugur. Þriggja glugga bann þýddi það að Cardiff mætti ekki kaupa nýjan leikmann fyrr en sumarið 2021. Næstu þrír gluggar eru janúar 2020, sumarið 2020 og janúar 2021.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira