Segir mikilvægt að auka fréttalæsi til að draga úr áhrifum falsfrétta Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 19:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að mikilvægt sé að Norðurlöndin hlúi að grunngildum sínum, þ.á.m. lýðræði. stöð 2 Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að Ísland muni með formennsku sinni í Norðurlandaráði á næsta ári leggja áherslu á að standa vörð um grunngildi Norðurlandanna sem sé víða ógnað í heiminum í dag. Silja kynnti formennskuáætlun Íslendinga fyrir næsta ár á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í vikunni. Þar kom fram að lögð verði áhersla á að standa vörð um sameiginlegu grunngildin lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Rætt var við Silju Dögg og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Silja segir jafnframt að þetta séu einmitt gildi sem sé víða ógnað í heiminum í dag. „Fyrsta verkefni okkar er að við ætlum að standa vörð um lýðræðið og þá ætlum við að leggja áherslu á þessa vaxandi ógn af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Við ætlum líka að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem er ógnað af völdum mannanna vegna mengunar. Og við ætlum að standa vörð um tungumálin sem er kannski svona hjartað í menningunni.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór í Víglínunni í dag.Stöð 2„Ég tala íslensku á fundum því mér finnst mjög mikilvægt í þessu samstarfi að tungumálin öll séu jafnrétthá.“ Silja segir einnig að það sé samstaða um það innan ráðsins að enska sé ekki tekin upp í samskiptum ríkjanna. Hún segir það mikilvægt fyrir svo lítil ríki að takast á við umrædd verkefni saman. Silja er nýkomin úr heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna en hún segir frjálslynda hugmyndafræði Norðurlandanna bersýnilega vera mjög ríka í starfi þeirra. „Hugmyndafræði Norðurlandanna er mjög rík í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög áberandi hvað við erum komin langt þegar maður fer í samanburð við aðrar þjóðir. Við erum ekki fullkomin hér á Norðurlöndunum og getum svo sannarlega gert betur á mörgum sviðum þannig að við megum heldur ekki ofmetnast.“Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, segir að mikilvægt sé að vera vakandi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Stöð 2Falsfréttir á netinu hafa orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum og hafa erlend ríki skipt sér með auknum mæli af innanríkismálum annarra ríkja meðal annars með beitingu falsfrétta. Bæði Guðlaugur og Silja telja að Íslendingar búi ekki yfir nægjum vörnum gegn slíkum afskiptum. „Við megum vera meira vakandi þegar kemur að öryggismálum og varnarmálum og þetta er bara partur af því. Sem betur fer hafa ekki orðið atburðir eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar en það þýðir ekki að við eigum ekki að vera vakandi og á varðbergi,“ bætti Guðlaugur Þór við. Silja fullyrðir jafnframt að lýðræðinu sé ógnað með þessum hætti. Þess vegna sé mikilvægt að efla fréttalæsi, bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Hún telur það vera algjört grundvallaratriði að fólk íhugi hvaðan fréttir séu að koma og geti lesið aðeins á milli línanna. „Í staðinn fyrir að gleypa þetta hrátt og fara svo mögulega að dreifa þessu áfram sem getur hreinlega verið hættulegt.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór sammældust um það að ekki væru nægar varnir gegn falsfréttum á Íslandi.Stöð 2Silja minnir þó á að hjarta starfs Norðurlandaráðs sé að ryðja burt stjórnsýsluhindrunum úr vegi sem hamli því að Norðurlandabúar geti allir fyllilega starfað og lært í hinum Norðurlöndunum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið sé að í dag sé að tryggja það að ökuskírteini séu jafngild á öllum Norðurlöndunum. „Til dæmis í dag þá hafa Færeyingar ekki rétt á því að aka með sitt færeyska skírteini í Svíþjóð, sem er mjög furðulegt.“ Hún segir að verið sé að vinna í mörgum stórum málum sem séu bæði tæknileg og flókin. Ráðherrar ríkjanna starfi þar mikið saman. Eitt stærsta málið sé að menntun verði jafngild á Norðurlöndunum þannig að hægt sé að læra í sínu heimalandi og að menntunin sé svo metin að jöfnu í hinum ríkjunum. Utanríkismál Víglínan Tengdar fréttir Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26 Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55 Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30 Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, segir að Ísland muni með formennsku sinni í Norðurlandaráði á næsta ári leggja áherslu á að standa vörð um grunngildi Norðurlandanna sem sé víða ógnað í heiminum í dag. Silja kynnti formennskuáætlun Íslendinga fyrir næsta ár á Norðurlandaráðsþinginu í Stokkhólmi í vikunni. Þar kom fram að lögð verði áhersla á að standa vörð um sameiginlegu grunngildin lýðræði, mannréttindi og réttarríkið. Rætt var við Silju Dögg og Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Silja segir jafnframt að þetta séu einmitt gildi sem sé víða ógnað í heiminum í dag. „Fyrsta verkefni okkar er að við ætlum að standa vörð um lýðræðið og þá ætlum við að leggja áherslu á þessa vaxandi ógn af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Við ætlum líka að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika sem er ógnað af völdum mannanna vegna mengunar. Og við ætlum að standa vörð um tungumálin sem er kannski svona hjartað í menningunni.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór í Víglínunni í dag.Stöð 2„Ég tala íslensku á fundum því mér finnst mjög mikilvægt í þessu samstarfi að tungumálin öll séu jafnrétthá.“ Silja segir einnig að það sé samstaða um það innan ráðsins að enska sé ekki tekin upp í samskiptum ríkjanna. Hún segir það mikilvægt fyrir svo lítil ríki að takast á við umrædd verkefni saman. Silja er nýkomin úr heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna en hún segir frjálslynda hugmyndafræði Norðurlandanna bersýnilega vera mjög ríka í starfi þeirra. „Hugmyndafræði Norðurlandanna er mjög rík í starfi Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög áberandi hvað við erum komin langt þegar maður fer í samanburð við aðrar þjóðir. Við erum ekki fullkomin hér á Norðurlöndunum og getum svo sannarlega gert betur á mörgum sviðum þannig að við megum heldur ekki ofmetnast.“Guðlaugur Þór, utanríkisráðherra, segir að mikilvægt sé að vera vakandi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum.Stöð 2Falsfréttir á netinu hafa orðið sífellt meira áberandi á undanförnum árum og hafa erlend ríki skipt sér með auknum mæli af innanríkismálum annarra ríkja meðal annars með beitingu falsfrétta. Bæði Guðlaugur og Silja telja að Íslendingar búi ekki yfir nægjum vörnum gegn slíkum afskiptum. „Við megum vera meira vakandi þegar kemur að öryggismálum og varnarmálum og þetta er bara partur af því. Sem betur fer hafa ekki orðið atburðir eins og við sjáum í nágrannalöndum okkar en það þýðir ekki að við eigum ekki að vera vakandi og á varðbergi,“ bætti Guðlaugur Þór við. Silja fullyrðir jafnframt að lýðræðinu sé ógnað með þessum hætti. Þess vegna sé mikilvægt að efla fréttalæsi, bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Hún telur það vera algjört grundvallaratriði að fólk íhugi hvaðan fréttir séu að koma og geti lesið aðeins á milli línanna. „Í staðinn fyrir að gleypa þetta hrátt og fara svo mögulega að dreifa þessu áfram sem getur hreinlega verið hættulegt.“Silja Dögg og Guðlaugur Þór sammældust um það að ekki væru nægar varnir gegn falsfréttum á Íslandi.Stöð 2Silja minnir þó á að hjarta starfs Norðurlandaráðs sé að ryðja burt stjórnsýsluhindrunum úr vegi sem hamli því að Norðurlandabúar geti allir fyllilega starfað og lært í hinum Norðurlöndunum. Eitt af þeim verkefnum sem unnið sé að í dag sé að tryggja það að ökuskírteini séu jafngild á öllum Norðurlöndunum. „Til dæmis í dag þá hafa Færeyingar ekki rétt á því að aka með sitt færeyska skírteini í Svíþjóð, sem er mjög furðulegt.“ Hún segir að verið sé að vinna í mörgum stórum málum sem séu bæði tæknileg og flókin. Ráðherrar ríkjanna starfi þar mikið saman. Eitt stærsta málið sé að menntun verði jafngild á Norðurlöndunum þannig að hægt sé að læra í sínu heimalandi og að menntunin sé svo metin að jöfnu í hinum ríkjunum.
Utanríkismál Víglínan Tengdar fréttir Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26 Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55 Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30 Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Formennska Íslands í Norðurlandaráði og málefni Palestínu í Víglínunni Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40 3. nóvember 2019 17:26
Pappírslaus formennska Íslands í Norðurlandaráði 2020 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var í dag kjörin forseti Norðurlandaráðs árið 2020. Hún kynnti formennskuáætlun Íslands á Norðurlandaráðsþingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag. 31. október 2019 13:55
Norðurlöndin vinna að aukinni og víðtækari samvinnu í öryggismálum Norðurlöndin telja nauðsynlegt að víkka út öryggishugtakið og auka samstarf þjóðanna á sviði öryggis og varnarmála. 31. október 2019 20:30
Norðurlandaráð samþykkti aukið samstarf um samfélagsöryggi Stefna Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi var samþykkt samhljóða á þingi ráðsins í Stokkhólmi í gær. Oddný Harðardóttir, sem sat í starfshópi sem vann stefnuna, segir að margt annað en stríðsátök geti ógnað samfélagsöryggi. 31. október 2019 07:30