„Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina“ Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 17:01 Áslaug Arna flutti ávarp á kirkjuþingi í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019 Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Setningarathöfn kirkjuþings fór fram í Háteigskirkju í dag og ávarpaði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra þingið að lokinni helgistund og erindi Drífu Hjartadóttir, forseta þingsins. Í færslu sinni á Twitter greinir Áslaug Arna frá því að í opnunarávarpi sínu hafi hún einkum beint sjónum sínum að réttindabaráttu samkynhneigðra og gagnrýnt viðhorf kirkjunnar til hennar síðustu áratugi.Segir kirkjuna hafa verið seina að taka við sér „Segja verður eins og er að kirkjan var afar sein að taka við sér í þeirri réttindabaráttu. Fyrir okkur sem yngri erum kemur það okkur spánskt fyrir sjónir hve mikil andstaða kirkjunnar var við að samkynhneigðir fengju að ala upp börn.“ „Í því ljósi verður ekki annað sagt en að þjóðkirkjan hafi ekki skilið kall tímans í málefnum hinsegin fólks þegar mest á reið.“ Vísaði Áslaug þá einnig í orð Gríms Thomsen sem hann orti um fall Hákonar Hlaðajarls: „Hákoni varð helst að falli, að hlýddi hann eigi tímans kalli." „Þjóðkirkjan var í engum takti við þjóðina sem í upphafi aldarinnar hafði að miklum meirihluta snúist á sveif með hinsegin fólki í baráttu fyrir sjálfsögðum mannréttindum,“ bætir Áslaug við og vísar þar einnig til afstöðu kirkjunnar til hjónabands samkynhneigðra.Telur mikilvægt að kirkjan læri af mistökum sínum Í Twitterfærslu sinni segist hún hafa komið inn á þessi málefni í ræðu sinni á kirkjuþinginu þar sem hún telji mikilvægt að þjóðkirkjan læri af mistökum sínum. Áslaug telur jafnframt að þessi stefna kirkjunnar hafi skaðað hana og fælt fólk úr kirkjunni. „Afstaða kirkjunnar fældi marga frá henni og ekki aðeins hinsegin fólk heldur einnig fjölskyldur & vini sem ekki skildu orðræðu forsvarsmanna kirkjunnar.“ Ég vitnaði í Magnús afa minn sem var prestur og sagði eitt sinn í predikun: 'vér eigum að hlýðnast fyrirmælum Jesú í fjallræðunni en þar sagði hann: Vertu skjótur til sátta við andstæðing þinn meðan þú ert enn á veginum með honum." - Það voru fín lokaorð á þessa umræðu. — Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 2, 2019
Hinsegin Þjóðkirkjan Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira