Innlent

Eig­andi sprengi­efnisins segir það ekki hafa „fundist“

Eiður Þór Árnason skrifar
Björgunarsveitarmenn lokuðu götum í nágrenni staðsins þar sem sprengiefnið fannst.
Björgunarsveitarmenn lokuðu götum í nágrenni staðsins þar sem sprengiefnið fannst. Vísir/Sunna
Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í gær og var sprengt af sprengju­deild Land­helg­is­gæsl­unn­ar var í eigu Gröfuþjón­ust­unn­ar í Njarðvík. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is

Þar er haft eftir Axel Má Walters­syni, starfsmanni Gröfuþjónustunnar, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi sjálfir haft samband við sprengjudeildina í gær og látið vita af tilvist efnisins þegar það uppgötvaðist að það væri farið að leka. Það sé því ónákvæmt að segja að efnið hafi „fundist“ líkt og fram hefur komið í tilkynningu frá lögreglu.

Sjá einnig: Rýma svæði í Njarð­vík vegna sprengju­hættu

Sprengiefnið var staðsett á iðnaðarsvæði verktakans í Njarðvík og var gert óvirkt með því að úða efnablöndu yfir það. Sprengiefnið sem vó 150 kíló var að því loknu fært út úr íbúðarhverfinu í gærkvöld og íbúum leyft að snúa aftur til síns heima. Þar með lauk aðgerðum Landhelgisgæslunnar á vettvangi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×