Dijon vann óvæntan, en mjög sterkan, sigur á Paris Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Kylian Mbappe kom gestunum frá París yfir eftir sendingu Angel di Maria á 19. mínútu.
Heimamenn jöfnuðu metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks, Mounir Chouiar gerði það. Strax á annarri mínútu seinni hálfleiks komst Dijon yfir með marki frá Jhonder Cadiz.
Meistararnir frá París reyndu hvað þeir gátu að finna jöfnunarmark en það kom ekki, lokatölur urðu 2-1 fyrir Dijon.
Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum hjá Dijon.
Dijon fer með sigrinum upp af botni deildarinnar og situr nú í 18. sæti með 12 stig. PSG er enn með öruggt forskot á toppi deildarinnar þrátt fyrir tapið.
Dijon vann óvæntan sigur á PSG
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
![Rúnar Alex hefur lítði fengið að spila í deildinni að undan förnu og ekki fékk hann tækifærið í dag](https://www.visir.is/i/58E9ECEF44E7258A96BE253479A1C33F8A99665494FBB6B54A7D2F8CBCE32F11_713x0.jpg)