Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 18:33 Frumburður konunnar og fjölskyldu hennar var talinn trúverðugari en mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira