Vongóður um að viðskiptabönnum verði aflétt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“ Rússland Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins fór fram í rússneska sendiráðinu í dag. Anton Vasílíjev, sendiherra Rússa á Íslandi, ávarpaði viðstadda við stofnun ráðsins og vék máli sínu fljótt að þátttöku Íslands í viðskiptabanninu gegn Rússum og banni Rússlands á móti. Þetta hefði haft neikvæð áhrif á viðskipti ríkjanna. Sendiherra sagði þó að staðan hafi batnað á undanförnum árum þótt bönnum hafi ekki verið aflétt. Utanríkisráðherra segir Ísland hafa lagt áherslu á að styrkja viðskipti við Rússa. Stofnun ráðsins sé mikilvæg í því samhengi. Hann segir viðskiptabann Rússa aðallega bundið við sjávarútveg. Stendur til að endurskoða viðskiptabönn?Ástæðan fyrir því að það var farið í þessar refsiaðgerðir, og við gerðum það með öðrum vestrænum þjóðum, var út af því að alþjóðalög voru brotin. Það er auðvitað mikið hagsmunamál fyrir alla að alþjóðalög haldi. En þó sérstaklega fyrir smærri þjóðir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Þess vegna hafi Ísland sýnt stuðning. Það breyti því þó ekki að Rússar og Íslendingar stundi enn viðskipti. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, sagði stofnun viðskiptaráðsins jákvæða. „Við erum auðvitað helst í útflutningi á fiski eins og menn vita. Í dag erum við náttúrulega með viðskiptabönn og við búum við það að skyndilega skellti þessi markaður í lás. Rússlandsmarkaður hefur náttúrulega verið einn þýðingarmesti markaður fyrir íslenskt sjávarfang í áratugi. Auðvitað trúum við því og vonum það að það rætist með þessi bönn í náinni framtíð.“
Rússland Utanríkismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira