Vilja opna umræðu um eftirsjá og móðurhlutverkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 13:22 Rannsakendur við Háskóla Íslands eru í startholunum með rannsókn um eftirsjá og móðurhlutverkið. Það sé hvorki samfélagslega viðurkennt né rými til þess að tjá sig um eftirsjá nema henni sé komið á framfæri í tengslum við ákvarðanir um að hafa ekki eignast börn. Vísir/Getty Mega konur sem hafa eignast börn sjá eftir þeirri ákvörðun og upplifa eftirsjá? Þetta er á meðal spurninga sem brenna á rannsakendunum Gyðu Margréti Pétursdóttur, kynjafræðiprófessor, og Margaret Anne Johnson sem eru að ýta úr vör rannsókn sem kortleggur móðurhlutverkið. Rannsóknin er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um að hafna móðurhlutverkinu og hins vegar um eftirsjána og þá í tengslum við að hafa orðið móðir. „Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja upplifun mæðra og fólks sem getur gengið með börn og þá erum við að hugsa um trans- og kynsegin fólk,“ segir Gyða Margrét. „Síðan langar okkur líka að ná til fólks og mæðra sem upplifa eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið. Það sem kveikti í mér varðandi það er að það að upplifa eftirsjá; að sjá eftir því að hafa orðið móðir, er í rauninni tilfinning sem samfélagið meinar okkur bæði að upplifa og tjá.“ Eftirsjá sem sé samfélagslega viðurkennd og í raun „leyfð“ sé eingöngu í tengslum við ákvarðanir um að eignast ekki börn. Gyða Margrét segir að orðræðan í kringum slíkar ákvarðanir sé mjög sterk. „Okkur langar svo að opna umræðuna um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið og ná til kvenna og fólks sem hefur eignast börn sem er tilbúið til að tjá sig um þessa eftirsjá.“ Það séu fjölmargar óskrifaðar reglur um hvað megi upplifa og hvað megi tjá.Aðrar ákvarðanir með betri upplýsingum Gyða Margrét og Margaret byggja á ísraelskri rannsókn sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum og náði til kvenna á öllum aldri sem eiga allt frá eitt barn og upp í fleiri börn. „Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa upplifað eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið en sögðu um leið að þær elskuðu þessi börn. Þær óskuðu þess að þær hefðu haft rými til að haga lífi sínu með öðrum hætti. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna um þessar upplifanir mínar á móðurhlutverkinu þá hefði ég ekki tekið ákvörðun um að verða móðir,“ segir Gyða Margrét um upplifanir ísraelsku kvennanna í rannsókninni. „Þetta snýst líka um það að skapa rými fyrir konur, kynsegin og transfólk að taka ákvörðun um að taka ekki að sér þetta hlutverk, um að verða ekki móðir því það er þessi ríka krafa um það.“Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, kallar eftir auknu rými fyrir fólk sem hefur eignast börn til að tjá sannar tilfinningar sínar.Mynd/StefánKrafa á mæður að segja að allt hafi verið þess virði Gyða Margrét segir að á undanförnum árum hafi skapast smá rými fyrir mæður að tjá sig um fæðingarþunglyndi og erfiðleika með brjóstagjöf. „En engu að síður er krafa um að allar þessar frásagnir endi á jákvæðan átt. Að þegar uppi sé staðið hafi þetta allt verið þess virði. Það ímyndum við okkur að sé alls ekki upplifun allra og þess vegna er svo mikilvægt að tjá líka þá upplifun.“ Gyða Margrét og Margaret hvetja alla sem vilja koma reynslu sinni á framfæri að hafa samband við þær. Þær kynntu rannsóknarefnið í málstofu á Þjóðarspeglinum sem fer fram í dag. Börn og uppeldi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Mega konur sem hafa eignast börn sjá eftir þeirri ákvörðun og upplifa eftirsjá? Þetta er á meðal spurninga sem brenna á rannsakendunum Gyðu Margréti Pétursdóttur, kynjafræðiprófessor, og Margaret Anne Johnson sem eru að ýta úr vör rannsókn sem kortleggur móðurhlutverkið. Rannsóknin er í raun tvíþætt. Annars vegar fjallar hún um að hafna móðurhlutverkinu og hins vegar um eftirsjána og þá í tengslum við að hafa orðið móðir. „Markmið rannsóknarinnar er að kortleggja upplifun mæðra og fólks sem getur gengið með börn og þá erum við að hugsa um trans- og kynsegin fólk,“ segir Gyða Margrét. „Síðan langar okkur líka að ná til fólks og mæðra sem upplifa eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið. Það sem kveikti í mér varðandi það er að það að upplifa eftirsjá; að sjá eftir því að hafa orðið móðir, er í rauninni tilfinning sem samfélagið meinar okkur bæði að upplifa og tjá.“ Eftirsjá sem sé samfélagslega viðurkennd og í raun „leyfð“ sé eingöngu í tengslum við ákvarðanir um að eignast ekki börn. Gyða Margrét segir að orðræðan í kringum slíkar ákvarðanir sé mjög sterk. „Okkur langar svo að opna umræðuna um eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið og ná til kvenna og fólks sem hefur eignast börn sem er tilbúið til að tjá sig um þessa eftirsjá.“ Það séu fjölmargar óskrifaðar reglur um hvað megi upplifa og hvað megi tjá.Aðrar ákvarðanir með betri upplýsingum Gyða Margrét og Margaret byggja á ísraelskri rannsókn sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum og náði til kvenna á öllum aldri sem eiga allt frá eitt barn og upp í fleiri börn. „Þær áttu það allar sameiginlegt að hafa upplifað eftirsjá í tengslum við móðurhlutverkið en sögðu um leið að þær elskuðu þessi börn. Þær óskuðu þess að þær hefðu haft rými til að haga lífi sínu með öðrum hætti. Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna um þessar upplifanir mínar á móðurhlutverkinu þá hefði ég ekki tekið ákvörðun um að verða móðir,“ segir Gyða Margrét um upplifanir ísraelsku kvennanna í rannsókninni. „Þetta snýst líka um það að skapa rými fyrir konur, kynsegin og transfólk að taka ákvörðun um að taka ekki að sér þetta hlutverk, um að verða ekki móðir því það er þessi ríka krafa um það.“Gyða Margrét Pétursdóttir, kynjafræðingur, kallar eftir auknu rými fyrir fólk sem hefur eignast börn til að tjá sannar tilfinningar sínar.Mynd/StefánKrafa á mæður að segja að allt hafi verið þess virði Gyða Margrét segir að á undanförnum árum hafi skapast smá rými fyrir mæður að tjá sig um fæðingarþunglyndi og erfiðleika með brjóstagjöf. „En engu að síður er krafa um að allar þessar frásagnir endi á jákvæðan átt. Að þegar uppi sé staðið hafi þetta allt verið þess virði. Það ímyndum við okkur að sé alls ekki upplifun allra og þess vegna er svo mikilvægt að tjá líka þá upplifun.“ Gyða Margrét og Margaret hvetja alla sem vilja koma reynslu sinni á framfæri að hafa samband við þær. Þær kynntu rannsóknarefnið í málstofu á Þjóðarspeglinum sem fer fram í dag.
Börn og uppeldi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira