„Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 13:15 Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, á opnunarhátíð Iceland Airwaves í fyrra. fréttablaðið/ernir Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. Þetta sé hins vegar flókið verkefni enda 150 hljómsveitir á yfir 200 tónleikum. Ísleifur segir miðasölu hafa gengið nokkuð vel, hún sé til að mynda talsvert meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hátíðin hefur undanfarin ár verið rekin með tapi, þó minna tapi í fyrra en árin þar á undan. Ísleifur sagði í viðtali við Vísi í janúar síðastliðnum að hátíðin í ár yrði „do or die“ fyrir Airwaves. Sýna þyrfti fram á að hægt væri að ná hátíðinni á núllið og var stefnt á það strax á þessu ári. Það mun ekki takast en Ísleifur er engu að síður bjartsýnn á framtíð Iceland Airwaves. Til að mæta fjárhagsvandanum hefur þurft að ráðast í ýmsar breytingar á hátíðinni, til dæmis með því að fækka Off Venue-stöðum og hafa færri boðsmiða. Þannig hafa almennir boðsmiðar verið lagðir af með öllu. „Við erum bjartsýn því fjárhagslega er þetta allt í rétta átt en líka vegna þess að breytingunum hefur bara verið tekið nokkuð vel,“ segir Ísleifur. Hann segir stefna í smá tap í ár en miklu minna en áður. „Við höfum trú á því að við séum að nálgast einhverja formúlu þar sem reksturinn getur rúllað sirka á núlli vandræðalaust og allir verið svona nokkuð sáttir við það hvernig hátíðin er. Eins og ég hef líka sagt áður: Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves. Þetta er náttúrulega „magical“ hátíð, æðisleg hátíð og við erum að reyna að bjarga henni í núverandi mynd. Ekki einhvern veginn gjörbreyta henni,“ segir Ísleifur.Tónlistarkonan Sóley spilaði á elliheimilinu Grund á Airwaves í fyrra. Það er einn af Off Venue-stöðunum einnig í ár.vísir/vilhelmOn Venue-staðir og dagpassar í fyrsta sinn Í ár eru níu „official“ tónleikastaðir, tuttugu Off Venue-staðir og svo þrír On Venue-staðir sem Ísleifur segir nýjung. „On venue-konseptið er eiginlega mitt á milli official venue og off venue – staðirnir í raun ráða sér sjálfir og prógrammera sig sjálfir en þú kemst ekki inn á þá nema hafa armband. Það eru Dillon, Kornhlaðan og Miami Bar,“ segir Ísleifur. Þá segir hann öfluga og skemmtilega dagskrá á Off Venue. „Við höfum miðað við að Off Venue bæti einhverju við hátíðina og að þeir staðir séu að gera eitthvað sem við erum ekki að gera þannig að Off Venue-staðir séu ekki í samkeppni við kjarnadagskrána.“ Þá er það einnig nýjung að hægt sé að kaupa dagpassa á hátíðina. „Þetta er svona tilraun hjá okkur, við erum alveg hreinskilin með það. Við vitum ekkert hvernig þetta fer og við vitum ekkert hvort við munum gera þetta aftur,“ segir Ísleifur. Hann segir þetta ekki síst gert til þess að ná til ungs fólks, sem hefur ef til vill ekki efni á fjögurra daga passa, og svo er líka verið að horfa til fjölskyldufólks sem getur kannski ekki skuldbundið sig á fjögurra daga hátíð en langar engu að síður að fara á Airwaves. Stjórnendur hátíðarinnar hafi fundið þessa eftirspurn í fyrra og því ákveðið að prófa núna. Ísleifur segir söluna á dagpössum hafa verið fína hingað til en býst við að hún aukist þegar nær dregur hátíðinni.Árstíðir í Gamla bíó í fyrra.fréttablaðið/ernirÞað skemmtilega við hátíðina að allir hafa skoðun á henni Aðspurður hvort hann hafi, líkt og blaðamaður, heyrt af gagnrýni á dagskrá hátíðarinnar í ár, hún sé ekki nógu þétt eða spennandi, segir Ísleifur að það skemmtilega við Airwaves að allir hafi skoðun á hátíðinni. „Line up-ið er auðvitað alltaf umræðuefni hjá þeim sem eru í bransanum, þeim sem eru í böndunum og lifa og hrærast í þessu. Þetta er eilífðarverkefni og þetta er sífellt viðvangsefni en auðvitað hlustum við á þetta allt saman,“ segir Ísleifur og bendir á að mismunandi hópar sæki hátíðina af mismunandi ástæðum. Útlendingarnir sem komi sérstaklega á Airwaves séu til dæmis spenntari fyrir íslensku böndunum heldur en Íslendingar sem séu yfirleitt spenntari fyrir þeim erlendu. Þá komist miklu færri listamenn að en vilja, bæði erlendir og íslenskir. Iceland Airwaves sé sterkt og þekkt vörumerki og það þyki mikið tækifæri fyrir „up and coming“-bönd að spila á hátíðinni. Þá segir Ísleifur Senu vera með mjög gott teymi sem velji úr og velji inn á hátíðina. „Við höfum fengið mikið hrós eins og eftir hátíðina í fyrra í mjög virtum fjölmiðlum þar sem hátíðin var kölluð „the best place in the world to discover new music.“ Við höfum náttúrulega tekið hátíðina aðeins til baka. Við erum ekki að eltast við stærstu bönd í heimi og við viljum ekki vera að selja aukamiða heldur gildir bara einn miði inn á allt.“Ed Sheeran á tónleikum á Laugardalsvelli í sumar.vísir/vilhelmFlóknara að skipuleggja Airwaves heldur en stórtónleika Ed SheeranEn hefur fjárhagsstaðan sett einhverjar skorður varðandi það að fá bönd til að spila á hátíðinni? „Við erum að reyna að finna alltaf betur og betur hver formúlan er. Þetta er nefnilega svolítið flókið. Það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað ákveðið „budget“ sem við getum ekki farið yfir. Maður þarf einhvern veginn að áætla það og hafa tilfinningu fyrir því að bandið hjálpi til við að selja miða upp í það sem þeir kosta. Það er erfitt að setja fingur á þetta. Við erum alveg til í að borga vel fyrir band sem hentar Airwaves alveg ótrúlega vel og við vitum að muni dræva einhvern gríðarlegan áhuga og sölu. En við erum bara að reyna að finna réttu formúluna, blöndu af einhverju talsvert stærra bandi, sem í ár er Of Monsters and Men, svona nokkur bönd sem eru svona semí stór eins og Mac DeMarco og Whitney, svo eiginlega öll íslensk bönd sem eru að gera góða hluti og svo gott úrval af „indie up and coming“-böndum,“ segir Ísleifur. Sena Live hélt stórtónleika á Laugardalsvelli í sumar með Ed Sheeran þar sem samtals um 50 þúsund manns komu á tvenna tónleika. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort sé flóknara að skipuleggja þannig risaviðburð eða Iceland Airwaves. „Þetta er góð spurning,“ segir Ísleifur hlæjandi og heldur áfram: „Við erum nýbúin að vera með Ed Sheeran, stærstu stjörnu samtímans þar sem komu fimmtíu þúsund gestir. Auðvitað er það rosalegt átak, tíminn sem fer í það, vinnan og fjármunirnir. Það er í raun og veru stærri skali en það er engin spurning hvort er flóknara og það er Iceland Airwaves. Það er miklu flóknara að gera Airwaves af því þú ert alltaf líka að reyna að það ganga upp fjárhagslega. Einir tónleikar á einum stað með einum aðila, það er eiginlega alveg sama hversu stórt það er, það er miklu einfaldara heldur en Airwaves, 150 bönd, 200 tónleikar á fjórum dögum í níu venue-um.“ Airwaves Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15 Sjáðu alla listamennina sem koma fram á Iceland Airwaves Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum en í dag kom út lokatilkynningin þar sem yfir fimmtíu atriðum var bætt við. 4. september 2019 12:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Iceland Airwaves hefst næstkomandi miðvikudag og stendur fram á laugardag. Sena Live heldur nú utan um hátíðina að öllu leyti í annað sinn og segir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdstjóri Senu Live, undirbúning hafa gengið vel. Þetta sé hins vegar flókið verkefni enda 150 hljómsveitir á yfir 200 tónleikum. Ísleifur segir miðasölu hafa gengið nokkuð vel, hún sé til að mynda talsvert meiri nú en á sama tíma í fyrra. Hátíðin hefur undanfarin ár verið rekin með tapi, þó minna tapi í fyrra en árin þar á undan. Ísleifur sagði í viðtali við Vísi í janúar síðastliðnum að hátíðin í ár yrði „do or die“ fyrir Airwaves. Sýna þyrfti fram á að hægt væri að ná hátíðinni á núllið og var stefnt á það strax á þessu ári. Það mun ekki takast en Ísleifur er engu að síður bjartsýnn á framtíð Iceland Airwaves. Til að mæta fjárhagsvandanum hefur þurft að ráðast í ýmsar breytingar á hátíðinni, til dæmis með því að fækka Off Venue-stöðum og hafa færri boðsmiða. Þannig hafa almennir boðsmiðar verið lagðir af með öllu. „Við erum bjartsýn því fjárhagslega er þetta allt í rétta átt en líka vegna þess að breytingunum hefur bara verið tekið nokkuð vel,“ segir Ísleifur. Hann segir stefna í smá tap í ár en miklu minna en áður. „Við höfum trú á því að við séum að nálgast einhverja formúlu þar sem reksturinn getur rúllað sirka á núlli vandræðalaust og allir verið svona nokkuð sáttir við það hvernig hátíðin er. Eins og ég hef líka sagt áður: Við viljum ekki vera þau sem eyðilögðu Airwaves. Þetta er náttúrulega „magical“ hátíð, æðisleg hátíð og við erum að reyna að bjarga henni í núverandi mynd. Ekki einhvern veginn gjörbreyta henni,“ segir Ísleifur.Tónlistarkonan Sóley spilaði á elliheimilinu Grund á Airwaves í fyrra. Það er einn af Off Venue-stöðunum einnig í ár.vísir/vilhelmOn Venue-staðir og dagpassar í fyrsta sinn Í ár eru níu „official“ tónleikastaðir, tuttugu Off Venue-staðir og svo þrír On Venue-staðir sem Ísleifur segir nýjung. „On venue-konseptið er eiginlega mitt á milli official venue og off venue – staðirnir í raun ráða sér sjálfir og prógrammera sig sjálfir en þú kemst ekki inn á þá nema hafa armband. Það eru Dillon, Kornhlaðan og Miami Bar,“ segir Ísleifur. Þá segir hann öfluga og skemmtilega dagskrá á Off Venue. „Við höfum miðað við að Off Venue bæti einhverju við hátíðina og að þeir staðir séu að gera eitthvað sem við erum ekki að gera þannig að Off Venue-staðir séu ekki í samkeppni við kjarnadagskrána.“ Þá er það einnig nýjung að hægt sé að kaupa dagpassa á hátíðina. „Þetta er svona tilraun hjá okkur, við erum alveg hreinskilin með það. Við vitum ekkert hvernig þetta fer og við vitum ekkert hvort við munum gera þetta aftur,“ segir Ísleifur. Hann segir þetta ekki síst gert til þess að ná til ungs fólks, sem hefur ef til vill ekki efni á fjögurra daga passa, og svo er líka verið að horfa til fjölskyldufólks sem getur kannski ekki skuldbundið sig á fjögurra daga hátíð en langar engu að síður að fara á Airwaves. Stjórnendur hátíðarinnar hafi fundið þessa eftirspurn í fyrra og því ákveðið að prófa núna. Ísleifur segir söluna á dagpössum hafa verið fína hingað til en býst við að hún aukist þegar nær dregur hátíðinni.Árstíðir í Gamla bíó í fyrra.fréttablaðið/ernirÞað skemmtilega við hátíðina að allir hafa skoðun á henni Aðspurður hvort hann hafi, líkt og blaðamaður, heyrt af gagnrýni á dagskrá hátíðarinnar í ár, hún sé ekki nógu þétt eða spennandi, segir Ísleifur að það skemmtilega við Airwaves að allir hafi skoðun á hátíðinni. „Line up-ið er auðvitað alltaf umræðuefni hjá þeim sem eru í bransanum, þeim sem eru í böndunum og lifa og hrærast í þessu. Þetta er eilífðarverkefni og þetta er sífellt viðvangsefni en auðvitað hlustum við á þetta allt saman,“ segir Ísleifur og bendir á að mismunandi hópar sæki hátíðina af mismunandi ástæðum. Útlendingarnir sem komi sérstaklega á Airwaves séu til dæmis spenntari fyrir íslensku böndunum heldur en Íslendingar sem séu yfirleitt spenntari fyrir þeim erlendu. Þá komist miklu færri listamenn að en vilja, bæði erlendir og íslenskir. Iceland Airwaves sé sterkt og þekkt vörumerki og það þyki mikið tækifæri fyrir „up and coming“-bönd að spila á hátíðinni. Þá segir Ísleifur Senu vera með mjög gott teymi sem velji úr og velji inn á hátíðina. „Við höfum fengið mikið hrós eins og eftir hátíðina í fyrra í mjög virtum fjölmiðlum þar sem hátíðin var kölluð „the best place in the world to discover new music.“ Við höfum náttúrulega tekið hátíðina aðeins til baka. Við erum ekki að eltast við stærstu bönd í heimi og við viljum ekki vera að selja aukamiða heldur gildir bara einn miði inn á allt.“Ed Sheeran á tónleikum á Laugardalsvelli í sumar.vísir/vilhelmFlóknara að skipuleggja Airwaves heldur en stórtónleika Ed SheeranEn hefur fjárhagsstaðan sett einhverjar skorður varðandi það að fá bönd til að spila á hátíðinni? „Við erum að reyna að finna alltaf betur og betur hver formúlan er. Þetta er nefnilega svolítið flókið. Það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað ákveðið „budget“ sem við getum ekki farið yfir. Maður þarf einhvern veginn að áætla það og hafa tilfinningu fyrir því að bandið hjálpi til við að selja miða upp í það sem þeir kosta. Það er erfitt að setja fingur á þetta. Við erum alveg til í að borga vel fyrir band sem hentar Airwaves alveg ótrúlega vel og við vitum að muni dræva einhvern gríðarlegan áhuga og sölu. En við erum bara að reyna að finna réttu formúluna, blöndu af einhverju talsvert stærra bandi, sem í ár er Of Monsters and Men, svona nokkur bönd sem eru svona semí stór eins og Mac DeMarco og Whitney, svo eiginlega öll íslensk bönd sem eru að gera góða hluti og svo gott úrval af „indie up and coming“-böndum,“ segir Ísleifur. Sena Live hélt stórtónleika á Laugardalsvelli í sumar með Ed Sheeran þar sem samtals um 50 þúsund manns komu á tvenna tónleika. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort sé flóknara að skipuleggja þannig risaviðburð eða Iceland Airwaves. „Þetta er góð spurning,“ segir Ísleifur hlæjandi og heldur áfram: „Við erum nýbúin að vera með Ed Sheeran, stærstu stjörnu samtímans þar sem komu fimmtíu þúsund gestir. Auðvitað er það rosalegt átak, tíminn sem fer í það, vinnan og fjármunirnir. Það er í raun og veru stærri skali en það er engin spurning hvort er flóknara og það er Iceland Airwaves. Það er miklu flóknara að gera Airwaves af því þú ert alltaf líka að reyna að það ganga upp fjárhagslega. Einir tónleikar á einum stað með einum aðila, það er eiginlega alveg sama hversu stórt það er, það er miklu einfaldara heldur en Airwaves, 150 bönd, 200 tónleikar á fjórum dögum í níu venue-um.“
Airwaves Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15 Sjáðu alla listamennina sem koma fram á Iceland Airwaves Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum en í dag kom út lokatilkynningin þar sem yfir fimmtíu atriðum var bætt við. 4. september 2019 12:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15
Sjáðu alla listamennina sem koma fram á Iceland Airwaves Iceland Airwaves hátíðin snýr aftur miðvikudaginn 6. nóvember til laugardags 9. nóvember. Fram koma yfir 130 atriði frá 20 löndum en í dag kom út lokatilkynningin þar sem yfir fimmtíu atriðum var bætt við. 4. september 2019 12:00