Vildu sleppa við 250 þúsund krónurnar en þurfa nú að borga milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:25 Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira