Handbolti

Mætti ekki í viðtal eftir útreið gegn FH: „Þetta er óþolandi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, gaf ekki kost á sér í viðtöl eftir útreiðina gegn FH í Olís-deild karla á mánudagskvöldið.

ÍR-ingar voru ellefu mörkum undir í hálfleik en náði aðeins að minnka forskotið í síðari hálfleik. Sigur FH þó aldrei í hættu.

Seinni bylgjan ræddi um framgöngu Bjarna í þætti sínum í gærkvöldi en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bjarni lætur bíða eftir sér eða mætir ekki í viðtal.

„Það er í raun og veru ekki boðlegt að vera fjalla um þetta en við verðum að gera það. Þetta er óþolandi. Handboltinn er í varnarbaráttu og höfum verið í ákveðinn tíma. Við þurfum á öllu okkar að halda,“ sagði einn spekingurinn, Arnar Pétursson.

„Hér er til dæmis verið að halda úti þætti. Hér er verið að auka umfjöllun og peppa þetta upp. Við megum ekkert við því að þjálfarar, leikmenn eða aðrir séu að skemma það góða starf sem verið er að vinna.“

„Bjarni hefur verið að gera góða hluti. Nú er smá mótlæti, tveir leikir sem tapast illa en hann þarf að vera maður með meiru og mæta í viðtölin og skýra sína hlið. Hann er sjálfur að gefa út bók og ég er ekki að sjá að þegar verið er að gefa út hans bækur, að hann láti ekki sjá sig þar.“

Allt innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×