Skattaleg áhrif af samningi við starfsmann Seðlabankans óviss Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 07:15 Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Vísir/Hanna Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira