Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 17:15 Rúta European Coach Services úti í á í morgun, Leszek Kaczorowski Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. Rútan var á vegum European Coach Services en hópbílafólk á Íslandi hefur verið afar gagnrýnið í garð fyrirtækisins undanfarin misseri. Hefur fyrirtækinu verið lýst sem sjóræningjum þar sem rútubílstjórar fái verulega lág laun.Hér má sjá að um áttaleytið í morgun voru vindkviður um 40 m/s.VegagerðinFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir borðleggjandi að aðgerða sé þörf af hálfu yfirvalda. Löngu sé ljóst að erlend fyrirtæki á borð við European Coach Services stundi gróf félagsleg undirboð, skila ekki lögbundnum sköttum og skyldum, fara á svig við reglur um útsenda starfsmenn og sýna slaka gagnvart öryggi farþega. Eigandi Snæland Travel telur að öll stóru íslensku fyrirtækin stoppi bíla sína þegar veðurspár eru í líkingu við það sem var í morgun. „Þá erum við hættir að keyra!“Snarvitlaust veður 23 farþegar voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum upp úr klukkan átta í morgun. Voru farþegar selfluttir með björgunarsveitarbílum af Suðurlandi í fjöldahjálpastöð sem Rauði krossinn opnaði í Heimalandi. Var veðrinu á svæðinu lýst sem snarvitlausu með vindhraða upp í 40 m/s í mestu hviðum. Gul viðvörun var í gildi frá Veðurstofu Íslands.Rútan endaði úti í miðri Hólsá.LandsbjörgAllir ferðamennirnir voru af erlendu bergi brotnir. Þeir héldu ró sinni að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar meðan þeir voru fluttir úr rútunni sem var föst í ánni. „Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már.Engin hálka á veginum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ástæðuna fyrir því að rútan hafnaði í ánni einfalda. Rútan hafi lent í vindhviðu sem ýtti henni útaf veginum. Rútan hafi verið dregin upp úr ánni og var komin að Heimalandi síðast þegar fréttist.Öryggi, áreiðanleiki og gæði eru einkennisorð European Coach Service.VísirSveinn Kristján hafði ekki upplýsingar um dekkjabúnað rútunnar. Þó hefði ekki verið hált á veginum og hann algjörlega þurr. Hvorki bílstjóri né farþegi slösuðust en tveir sjúkraflutningamenn fuku um koll og lentu á brúarhandriði. Sveinn Kristján sagði ljóst að þeir myndu ná sér en hefðu hlotið skurð og hrufl.Staðfesta málamyndalaunagreiðslur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir SAF, félag hópbifreiðaleyfishafa og Samtök atvinnulífsins margoft og ítrekað hafa bent á ýmis vandkvæði sem tengjast hópbifreiðarekstri erlendra fyrirtækja á Íslandi, sem allt of oft stunda gróf félagsleg undirboð, skila ekki lögbundnum sköttum og skyldum, fara á svig við reglur um útsenda starfsmenn og sýna slaka gagnvart öryggi farþega. Starfsmenn fyrirtækja sem stunda slík brot hafi jafnvel staðfest við íslenska bílstjóra að málamyndalaunagreiðslur séu framkvæmdar til að villa um fyrir íslenskum eftirlitsstofnunum. Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, sagði við fréttastofu fyrr á árinu að European Coach Services greiddi bílstjórum sínum um fimm þúsund krónur á dag. „Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ sagði Haraldur. Fréttina má sjá hér að neðan.„Okkur er til efs að nokkurt samtal hafi átt sér stað við stjórnkerfið um þessi mál án þess að þetta tiltekna fyrirtæki, ECS, hafi verið nefnt sem dæmi. Ítrekað hefur verið bent á starfsaðferðir þeirra, launakjör og aðbúnað bílstjóra og leiðsögumanna, og bent á að ganga megi að bílum frá fyrirtækinu vísum á starfsstöð þess í Eskihlíð í Reykjavík,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slíka starfsemi og beinar tillögur til úrbóta hafi lítið sem ekkert þokast í átt til þess að tekið sé á vandamálinu af hálfu stjórnkerfisins, reglum sé breytt eða eftirlit eflt og heimildir þess styrktar.Öll stóru fyrirtækin hætti að keyra í svona veðri Hlynur Snæland Lárusson, eigandi Snæland Travel, segir fyrirtækið hafa stöðvað bílana sem fyrirtækið hafði í akstri á svæðinu í morgun. „Öll þessi íslensku fyrirtæki vinna svipað, þessi sem eru með flota. Ef hviður eru komnar upp fyrir 30 m/s þá stoppum við bíla nema það sé einhver sérstök vindátt,“ segir Hlynur. „Þá erum við hættir að keyra.“Hafurshóll er merktur á kortið.Map.isHann hefur áhyggjur af litlum viðbrögðum yfirvalda hér á landi vegna erlendu aðilanna. Hér hafi ekkert komið út úr fundum með ráðherrum og vinnumálastofnun. Á sama tíma hafi Danir brugðist við. Vísar hann til þess að Benny Engelbrech samgönguráðherra í Danmörku brást á dögunum við þeirri staðreynd að erlend rútufyrirtæki væru án takmarkana í Danmörku. Þar hefur umferð erlendra rútufyrirtækja verið takmörkuð við eina viku í mánuði. Eftir það verða rúturnar að yfirgefa landið.Þarf að ryðja hindrunum úr vegi Þrátt fyrir gagnrýnina vill Jóhannes Þór taka fram að Samtök ferðaþjónustunnar hafi átt mjög góð og jákvæð samskipti við stofnanir og eftirlitsaðila sem þurfa að koma að málinu. Nefnir Jóhannes sérstaklega að samtökin hafi séð og fundið fyrir miklum og góðum vilja hjá Vinnumálastofunun, Ríkisskattstjóra og lögreglunni til að taka fastar á þessum málum. „Því miður virðast þó enn vera hindranir til staðar sem flækja starfið fyrir þessum stofnunum og gera þeim jafnvel illgerlegt að taka á málinu. Sé það staðan þarf að ganga strax í að ryðja þeim hindrunum úr vegi. Ef þarf að breyta lögum eða reglum þá þarf að gera það strax.“Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.Þá sé líka sérstök ástæða til að fagna nýtilkynntu formlegu samstarfi VMST, RSK, Vinnueftirlitsins og lögreglunnar gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem sé einmitt til marks um mikinn vilja hjá þessum aðilum til að taka skýrt á málum sem þessum. Vísar Jóhannes til skýrslu skýrslu sem SAF tók saman um tillögur til skilvirkara eftirlits með ólöglegri starfsemi í ferðaþjónustu sem birt var í mars síðastliðnum. Varúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki.SamgöngustofaÞá taki heilshugar undir áherslur sem komu fram hjá starfshópi félagsmálaráðherra um félagsleg undirboð og ólöglega starfsemi á vinnumarkaði sem birtar voru í janúar. „Þessi staða hefur nú um langt skeið gert samkeppnisumhverfi íslenskra hópbifreiðafyrirtækja algerlega ótækt og staðan versnar frá ári til árs. Aðgerða er þörf.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Samgönguslys Veður Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. Rútan var á vegum European Coach Services en hópbílafólk á Íslandi hefur verið afar gagnrýnið í garð fyrirtækisins undanfarin misseri. Hefur fyrirtækinu verið lýst sem sjóræningjum þar sem rútubílstjórar fái verulega lág laun.Hér má sjá að um áttaleytið í morgun voru vindkviður um 40 m/s.VegagerðinFramkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir borðleggjandi að aðgerða sé þörf af hálfu yfirvalda. Löngu sé ljóst að erlend fyrirtæki á borð við European Coach Services stundi gróf félagsleg undirboð, skila ekki lögbundnum sköttum og skyldum, fara á svig við reglur um útsenda starfsmenn og sýna slaka gagnvart öryggi farþega. Eigandi Snæland Travel telur að öll stóru íslensku fyrirtækin stoppi bíla sína þegar veðurspár eru í líkingu við það sem var í morgun. „Þá erum við hættir að keyra!“Snarvitlaust veður 23 farþegar voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum upp úr klukkan átta í morgun. Voru farþegar selfluttir með björgunarsveitarbílum af Suðurlandi í fjöldahjálpastöð sem Rauði krossinn opnaði í Heimalandi. Var veðrinu á svæðinu lýst sem snarvitlausu með vindhraða upp í 40 m/s í mestu hviðum. Gul viðvörun var í gildi frá Veðurstofu Íslands.Rútan endaði úti í miðri Hólsá.LandsbjörgAllir ferðamennirnir voru af erlendu bergi brotnir. Þeir héldu ró sinni að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar meðan þeir voru fluttir úr rútunni sem var föst í ánni. „Þetta fór að minnsta kosti á besta mögulega veg, því hún fór nú þarna út í þessa á og það lukkaðist greinilega mjög vel. Það voru allir rólegir um borð og, eins og ég segi, menn náðu að halda ró sinni. Það varð því engin geðshræring þannig að þetta var allt unnið í rólegheitum og af yfirvegun að koma fólkinu þarna í burtu,“ segir Davíð Már.Engin hálka á veginum Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir ástæðuna fyrir því að rútan hafnaði í ánni einfalda. Rútan hafi lent í vindhviðu sem ýtti henni útaf veginum. Rútan hafi verið dregin upp úr ánni og var komin að Heimalandi síðast þegar fréttist.Öryggi, áreiðanleiki og gæði eru einkennisorð European Coach Service.VísirSveinn Kristján hafði ekki upplýsingar um dekkjabúnað rútunnar. Þó hefði ekki verið hált á veginum og hann algjörlega þurr. Hvorki bílstjóri né farþegi slösuðust en tveir sjúkraflutningamenn fuku um koll og lentu á brúarhandriði. Sveinn Kristján sagði ljóst að þeir myndu ná sér en hefðu hlotið skurð og hrufl.Staðfesta málamyndalaunagreiðslur Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir SAF, félag hópbifreiðaleyfishafa og Samtök atvinnulífsins margoft og ítrekað hafa bent á ýmis vandkvæði sem tengjast hópbifreiðarekstri erlendra fyrirtækja á Íslandi, sem allt of oft stunda gróf félagsleg undirboð, skila ekki lögbundnum sköttum og skyldum, fara á svig við reglur um útsenda starfsmenn og sýna slaka gagnvart öryggi farþega. Starfsmenn fyrirtækja sem stunda slík brot hafi jafnvel staðfest við íslenska bílstjóra að málamyndalaunagreiðslur séu framkvæmdar til að villa um fyrir íslenskum eftirlitsstofnunum. Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, sagði við fréttastofu fyrr á árinu að European Coach Services greiddi bílstjórum sínum um fimm þúsund krónur á dag. „Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ sagði Haraldur. Fréttina má sjá hér að neðan.„Okkur er til efs að nokkurt samtal hafi átt sér stað við stjórnkerfið um þessi mál án þess að þetta tiltekna fyrirtæki, ECS, hafi verið nefnt sem dæmi. Ítrekað hefur verið bent á starfsaðferðir þeirra, launakjör og aðbúnað bílstjóra og leiðsögumanna, og bent á að ganga megi að bílum frá fyrirtækinu vísum á starfsstöð þess í Eskihlíð í Reykjavík,“ segir Jóhannes. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slíka starfsemi og beinar tillögur til úrbóta hafi lítið sem ekkert þokast í átt til þess að tekið sé á vandamálinu af hálfu stjórnkerfisins, reglum sé breytt eða eftirlit eflt og heimildir þess styrktar.Öll stóru fyrirtækin hætti að keyra í svona veðri Hlynur Snæland Lárusson, eigandi Snæland Travel, segir fyrirtækið hafa stöðvað bílana sem fyrirtækið hafði í akstri á svæðinu í morgun. „Öll þessi íslensku fyrirtæki vinna svipað, þessi sem eru með flota. Ef hviður eru komnar upp fyrir 30 m/s þá stoppum við bíla nema það sé einhver sérstök vindátt,“ segir Hlynur. „Þá erum við hættir að keyra.“Hafurshóll er merktur á kortið.Map.isHann hefur áhyggjur af litlum viðbrögðum yfirvalda hér á landi vegna erlendu aðilanna. Hér hafi ekkert komið út úr fundum með ráðherrum og vinnumálastofnun. Á sama tíma hafi Danir brugðist við. Vísar hann til þess að Benny Engelbrech samgönguráðherra í Danmörku brást á dögunum við þeirri staðreynd að erlend rútufyrirtæki væru án takmarkana í Danmörku. Þar hefur umferð erlendra rútufyrirtækja verið takmörkuð við eina viku í mánuði. Eftir það verða rúturnar að yfirgefa landið.Þarf að ryðja hindrunum úr vegi Þrátt fyrir gagnrýnina vill Jóhannes Þór taka fram að Samtök ferðaþjónustunnar hafi átt mjög góð og jákvæð samskipti við stofnanir og eftirlitsaðila sem þurfa að koma að málinu. Nefnir Jóhannes sérstaklega að samtökin hafi séð og fundið fyrir miklum og góðum vilja hjá Vinnumálastofunun, Ríkisskattstjóra og lögreglunni til að taka fastar á þessum málum. „Því miður virðast þó enn vera hindranir til staðar sem flækja starfið fyrir þessum stofnunum og gera þeim jafnvel illgerlegt að taka á málinu. Sé það staðan þarf að ganga strax í að ryðja þeim hindrunum úr vegi. Ef þarf að breyta lögum eða reglum þá þarf að gera það strax.“Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF.Fréttablaðið/Anton Brink.Þá sé líka sérstök ástæða til að fagna nýtilkynntu formlegu samstarfi VMST, RSK, Vinnueftirlitsins og lögreglunnar gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði sem sé einmitt til marks um mikinn vilja hjá þessum aðilum til að taka skýrt á málum sem þessum. Vísar Jóhannes til skýrslu skýrslu sem SAF tók saman um tillögur til skilvirkara eftirlits með ólöglegri starfsemi í ferðaþjónustu sem birt var í mars síðastliðnum. Varúðarviðmið vegna vinds fyrir stór ökutæki.SamgöngustofaÞá taki heilshugar undir áherslur sem komu fram hjá starfshópi félagsmálaráðherra um félagsleg undirboð og ólöglega starfsemi á vinnumarkaði sem birtar voru í janúar. „Þessi staða hefur nú um langt skeið gert samkeppnisumhverfi íslenskra hópbifreiðafyrirtækja algerlega ótækt og staðan versnar frá ári til árs. Aðgerða er þörf.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Samgönguslys Veður Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Stormur syðst á landinu en lægir seinni partinn Veðurstofan spáin austanátt í dag, allhvassri eða hvassri sunnan og suðvestanlands þar sem búast má við stormi syðst á landinu. Þó mun lægja seinni partinn. 19. nóvember 2019 07:18
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13