Handbolti

Þrjú lið börðust um Hauk

Guðjón Guðmundsson skrifar
Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili.
Haukur varð Íslandsmeistari með Selfossi á síðasta tímabili. vísir/daníel
Haukur Þrastarson, sem þykir einn efnilegasti leikmaður heims, gengur til liðs við Kielce í Póllandi í sumar.

Þrjú lið börðust um Hauk; Kielce, Magdeburg og Aalborg. Selfyssingurinn ungi valdi að ganga í raðir Kielce sem er eitt besta félagslið heims.

Mörg önnur stórlið í Evrópu höfðu augastað á Hauki sem hefur heillað með frammistöðu sinni undanfarin tvö ár.

Talant Dushebaev er þjálfari Kielce. Hann tók við liðinu 2014 og gerði það Evrópumeisturum 2016.

Kielce hefur 16 sinnum orðið pólskur meistari, þar af ellefu ár í röð.

Selfoss og Kielce eiga í samningaviðræðum um þóknun vegna félagaskiptanna.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Haukur til Kielce
 


Tengdar fréttir

Haukur semur við Kielce

Kielce í Póllandi verður næsti áfangastaður á ferli Hauks Þrastarsonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×