Hvað viltu skilja eftir? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. nóvember 2019 10:00 Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar