Sjö prósent Íslendinga hafa verið í meðferð á Vogi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 14:19 Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi. vísir/vilhelm Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira
Ríflega sjö prósent núlifandi Íslendinga hafa farið í meðferð á Vogi. Næstum þrír af hverjum tíu sem létu lífið á árunum 2016 og 2017 voru fyrrverandi sjúklingar á Vogi. SÁÁ hefur gefið út viðamikið upplýsingarit um heilbrigðisþjónustu samtakanna síðustu fjörutíu ár eða frá 1977 til 2018. Tæplega 26 þúsund manns hafa leitað sér meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi og eru karlar þar í miklum meirihluta en þriðjungur sjúklinga eru konur. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahúsinu, bendir á að hér á Íslandi sé einstakt tækifæri að safna saman gögnum og fá mynd af stöðunni á meðan annars staðar úti í heimi séu mörg sjúkrahús og mismunandi meðferðir við fíknisjúkdómum. Gögnin endurspegli samfélagið. „Getum við sagt hvað er í gangi, eins og við þekkjum núna að sjá aukningu á kókaínneyslu og morfínneyslu. Við sjáum aukinn fjölda dauðsfalla af ungu fólki síðustu tvö, þrjú árin úr þessum hópi,“ segir Valgerður.Stór tollur á ungu fólki Í gögnunum eru teknar saman líkur á dauðsföllum á sjúklingum SÁÁ í samanburði við almennar líkur á dauðsföllum eftir aldurshópum. Skýrt kemur fram að ótímabærum dauðsföllum hjá áfengis- og vímuefnasjúklingum sem eru yngri en fjörutíu ára hefur fjölgað undanfarin þrjú ár. Á árunum 2011 til 2015 voru til að mynda 25 prósent þeirra sem létust og voru á aldrinum 20 til 24 ára, fyrrum sjúklingar SÁÁ, en á árunum 2016 og 2017 hafði næstum helmingur þeirra sem létu lífið á þessum aldri farið í meðferð á Vogi. „Það voru alltaf að meðaltali fimmtán manns sem voru að deyja á þessum aldri, en hafa verið um 25 sirka, og upp undir þrjátíu á ári, sem er náttúrulega stór tollur á svona ungu fólki,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Sjá meira