Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:02 Skjáskot úr myndbandi sem ferðamaður í tók í Reynisfjöru 11. nóvember síðastliðinn. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15