Spöruðu 20 prósent eftir útboð á þvagleggjum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. nóvember 2019 08:00 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Hjálpartækjamiðstöðin mun taka til skoðunar hvort ástæða sé til að kalla sérstaklega eftir sjónarmiðum notenda með beinum hætti í framtíðinni,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ásmundar Friðrikssonar varðandi þvagleggi. Málefni þvagleggjanotenda voru í sviðsljósinu í kjölfar viðtals Fréttablaðsins við Sigurð Halldór Jesson á Selfossi sem notar þvaglegg en hefur ekki fengið þá tegund sem honum hentar best síðan í fyrra eftir útboð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Sagðist hann nú þurfa að nota mun óþægilegri þvagleggi og að það skerti lífsgæði hans. „Þeir koma bara af fjöllum að það sé einhver að kvarta,“ sagði Sigurður í Fréttablaðinu 3. október síðastliðinn. Í yfirlýsingu í desember í fyrra sögðu Landspítalinn og Sjúkratryggingar Íslands að ekki hefði borist gilt tilboð í umrædda leggi. Þar með væri ekki heimilt að kaupa þá. Tólf dögum eftir áðurnefnda umfjöllun Fréttablaðsins lagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks, fram fyrirspurn á Alþingi í nokkrum liðum. Spurði þingmaðurinn meðal annars um það hversu margir hefðu leyfi fyrir notkun þvagleggja og hversu margir hafi notað leggi af nýjustu gerð áður en þeir voru teknir af lista Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðisráðherra segir í svari sínu að Hjálpartækjamiðstöð hafi samþykkt að niðurgreiða einnota þvagleggi fyrir 481 einstakling. „Þar sem ekki kemur fram í seinni hluta spurningarinnar hvaða tegundar og seljanda vísað er til er ekki mögulegt að svara þeim hluta spurningarinnar,“ segir síðan. Ásmundur spurði líka hvort notendur hefðu verið hafðir með í ráðum er ákveðið var hvaða úrval af þvagleggjum þyrfti að vera í boði. Í svari ráðherrans segir að sérhæft fagfólk á göngudeild þvagfæra á Landspítala hafi veitt ráðgjöf í útboðinu. „Telja forsvarsmenn hjálpartækjamiðstöðvar að þar sem viðkomandi fagfólk þekkir mjög vel vanda notenda þvagleggja sé þetta góð leið til að velja í samræmi við þarfir og væntingar þeirra,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir kveður ráðherrann nú til skoðunar hvort kalla eigi beint eftir sjónarmiðum notenda í framtíðinni. Þingmaðurinn spyr sérstaklega að því hversu mikið hafi sparast með því að bjóða ekki lengur upp á þvagleggi af nýjustu gerð. Ráðherrann segir útgjöld vegna þvagleggja hafa lækkað um 20 prósent frá fyrri samningum. Samkvæmt upplýsingum frá hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga ráðist lækkunin af breytingum á vöruúrvali, magni, gengi, innkaupalandi og tilboðsverðum. „Aftur er minnt á að í núgildandi samningum standa notendum til boða nýjustu gerðir af þvagleggjum frá nokkrum framleiðendum.“ Þegar rætt var við Sigurð í október hafði hann stofnað Facebook-síðu fyrir þvagleggjanotendur. Þá voru níu í hópnum en í dag eru þeir ríflega sexfalt fleiri eða 56.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45 Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30 Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þingmaður spyr ráðherra um umdeilda þvagleggi Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lagði í fyrradag fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um þvagleggi frá Sjúkratryggingum Íslands. 17. október 2019 07:45
Fólk flykkist í þvagleggjahóp Sigurðar Meðlimafjöldi Facebook-hópsins fyrir notendur þvagleggja sem Sigurður stofnaði um málefnið meira en tvöfaldaðist eftir birtingu fréttarinnar í gær. 4. október 2019 06:30
Segir undanþáguleið hjálpartækja torfæra Sigurður Halldór Jesson sem notar þvagleggi segir það þyrnum stráða leið að ætla sér að fá undanþágu hjá Sjúkratryggingum Íslands fyrir slík hjálpartæki eins og forstjóri stofnunarinnar sagði vera í boði fyrir þá sem þess óska. 5. október 2019 07:25