Þakklæti efst í huga í dag Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. nóvember 2019 19:00 Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása. Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár. Þetta er áttunda árið þar sem athöfnin fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um land í dag og einnig víða um heim á vegum Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessari minningu. Athöfnin í Fossvogi byrjaði á því að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við spítalann. Sú hefð hefur skapast hér á landi að heiðra þær starfsstéttir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Dagurinn hér á landi er þannig bæði tileinkaður viðbragðsaðilum, fórnarlömbum og aðstandendum þeirra.Fimm látist í ár Frá fyrsta skráða umferðarslysinu árið 1915 hafa 1573 látist í umferðinni á Íslandi. Þegar athöfnin var haldin á sama tíma í fyrra höfðu þrettán manns látið lífið það ár. Fimm hafa látist í ár. „Það eru fimm of margir þrátt fyrir að umferðarslysin séu færri í ár. Við eigum aldrei að þurfa að sætta okkur við slys,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sem hélt erindi á athöfninni. Að meðaltali slasist árlega 178 manns alvarlega í umferðinni hér á landi. Slysin séu eitt af þurftarfrekustu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og kosti samfélagið mikla fjármuni og vinnu. „Þá eru ótaldar allar sálarkvalirnar, sorgin og vonbrigðin sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að fólki í blóma lífsins er skyndilega kippt í burtu eða það svipt færninni til þess að lifa og starfa með eðlilegum hætti,“ sagði Sigurður Ingi. Þakklæti efst í huga Ásu Ása Ottesen missti tveggja ára gamlan bróður sinn í umferðarslysi árið 1997 og í sumar slasaðist systir hennar alvarlega í umferðarslysi. Þakklæti er henni efst í huga í dag. „Til allra sem komu að slysstað og allra sem koma að aðhlynningu sjúklinga og öllu þessu frábæra teymi sem tekur utan um fólk. Sjúklinga og aðstandendur,“ segir Ása. Hún segir aðskilað akstursstefna líkalega hafa geta komið í veg fyrir slysin sem systir hennar og bróðir lentu í. Litli bróðir hennar lenti í árekstri þegar tvær bifreiðar sem ekið var í gagnstæða átt rákust saman og systir hennar þegar hún ætlaði sér að taka fram úr á sama tíma og önnur bifreið. „Ferðamönnum hefur fjölgað og mér finnst bara að það eigi að tvöfalda vegina þannig það sé ekki svona hættulegt að mæta bíl og að allir þurfi ekki að vera taka fram úr og annað. Allavega á þessum hættulegustu köfum,“ segir Ása.
Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira