Tröllvaxinn munur á húsnæðislánum: Fjórum sinnum hærri vextir á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 16:00 Þáttastjórnandinn Lóa Pind Aldísardóttir kynnti sér vaxtamarkaðinn og muninn á milli Íslands og Svíþjóðar. Mynd/Hvar er best að búa? Elín Elísabet Torfadóttir og Konráð Pálmason fluttu ásamt þremur sonum sínum til Stokkhólms sumarið 2016. Þau eru búin að koma sér notalega fyrir í rauðmáluðu timburhúsi í skógarjaðri í úthverfi borgarinnar, sem þau keyptu níu mánuðum eftir að þau fluttu út. Lóa Pind heimsækir fjölskylduna í öðrum þætti af Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þau tóku húsnæðislán í Svíþjóð með óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Vextirnir á láninu þeirra voru 1,3 prósent. Lóa Pind kannaði vaxtamarkaðinn á Íslandi við vinnslu þáttanna, þá voru lægstu óverðtryggðu breytilegu vextir á Íslandi 5,4 prósent eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir. Það voru sem sagt fjórum sinnum hærri vextir á íslenskum krónum en sænskum. Í myndbrotinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins má sjá hvað það munar miklu á láni til 40 ára.Elín Elísabet Torfadóttir tók húsnæðislán í Svíþjóð með óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Vextirnir voru 1,3 prósent.Mynd/Hvar er best að búa?Þátturinn er annar í röðinni af átta þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir jól. Í þáttunum heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, unga fjögurra barna móður sem gerðist múslimi í Marokkó, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Húsnæðismál Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Níu mánuði að finna vinnu: „Þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun“ Konráð Pálmason kvikmyndatökumaður var níu mánuði að finna sér vinnu í Svíþjóð en sér samt ekki eftir að hafa flutt þangað með fjölskylduna. 17. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Elín Elísabet Torfadóttir og Konráð Pálmason fluttu ásamt þremur sonum sínum til Stokkhólms sumarið 2016. Þau eru búin að koma sér notalega fyrir í rauðmáluðu timburhúsi í skógarjaðri í úthverfi borgarinnar, sem þau keyptu níu mánuðum eftir að þau fluttu út. Lóa Pind heimsækir fjölskylduna í öðrum þætti af Hvar er best að búa? sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Þau tóku húsnæðislán í Svíþjóð með óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Vextirnir á láninu þeirra voru 1,3 prósent. Lóa Pind kannaði vaxtamarkaðinn á Íslandi við vinnslu þáttanna, þá voru lægstu óverðtryggðu breytilegu vextir á Íslandi 5,4 prósent eins og sjá má í myndbrotinu sem hér fylgir. Það voru sem sagt fjórum sinnum hærri vextir á íslenskum krónum en sænskum. Í myndbrotinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins má sjá hvað það munar miklu á láni til 40 ára.Elín Elísabet Torfadóttir tók húsnæðislán í Svíþjóð með óverðtryggðum breytilegum vöxtum. Vextirnir voru 1,3 prósent.Mynd/Hvar er best að búa?Þátturinn er annar í röðinni af átta þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir jól. Í þáttunum heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, unga fjögurra barna móður sem gerðist múslimi í Marokkó, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Húsnæðismál Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Níu mánuði að finna vinnu: „Þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun“ Konráð Pálmason kvikmyndatökumaður var níu mánuði að finna sér vinnu í Svíþjóð en sér samt ekki eftir að hafa flutt þangað með fjölskylduna. 17. nóvember 2019 13:00 Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Níu mánuði að finna vinnu: „Þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun“ Konráð Pálmason kvikmyndatökumaður var níu mánuði að finna sér vinnu í Svíþjóð en sér samt ekki eftir að hafa flutt þangað með fjölskylduna. 17. nóvember 2019 13:00
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög