Einn handtekinn vegna innbrots í Gerðarsafn í nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 07:56 Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira