Bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. nóvember 2019 19:32 Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Rappsveitin Reykjavíkurdætur og Jón G. Friðjónsson prófessor voru heiðruð í dag á degi íslenskrar tungu. Mennta- og menningarmálaráðherra ætlar að kynna áform í þágu íslensku- og lestrarkennslu um mánaðamótin. Á glerhjúpi Hörpu birtist glóandi orðalistaverk síðdegis í dag að lokinni fjölbreyttri dagskrá í Gamla bíói í tilefni af degi íslenskrar tungu. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitt prófessor Jóni G. Friðjónssyni verðlaun Jónasar Hallgrímssonar fyrir framlag hans til íslenskrar tungu. „Prófessor Jón hefur kennt málvísindi og íslenska málfræði í Háskóla Íslands og samið kennsluefni um áratuga skeið, svo segja má að allflestir íslenskufræðingar og aðrir sem láta sig íslenska tungu einhverju varða þekki verk hans og hafi notið leiðsagnar hans á einn eða annan hátt,“ segir meðal annars í rökstuðningi dómnefndar. Jón segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst bjartsýnn fyrir hönd íslenskunnar. „Íslensk tunga hún verður að þola breytingar á hverjum tíma,“ segir Jón. Þá fengu Reykjavíkurdætur sérstaka viðurkenningu fyrir að hafa náð að koma reynsluheimi ungs fólks í orð svo eftir sé tekið. „Við erum fullar af stolti og auðmjúkar og glaðar,“ segir Reykjavíkurdóttirin Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Mæður í hópnum segjast leggja mikið upp úr góðu íslenskuuppeldi. „Við lesum á hverjum degi og tölum bara íslensku og ekkert Youtube,“ segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir. Reykjavíkurdóttirin Þura Stína segir rappið vera góða leið til að miðla íslenskri tungu. „Það er bara mjög sterk leið til að koma tungumálinu okkar á framfæri, sérstaklega erlendis því við spilum í rauninni bara þar,“ segir Þura Stína. Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir fagnaðarefni að ný rannsókn bendi til þess að lestur sé að aukast. „Lesturinn mun tryggja það að tungumálið okkar lifi,“ segir Lilja. Spurð hvort einhver áform séu fyrirhuguð af hálfu stjórnvalda til að bregðast við lakri lestrarkunnáttu í hópi drengja og meðal þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli segir Lilja svo vera. „Það eru mjög spennandi áform í þeim efnum og þau verða kynnt í byrjun desember,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira