Leggur til sameiginlegt framboð verkalýðshreyfingarinnar gegn spillingu Eiður Þór Árnason skrifar 16. nóvember 2019 14:41 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir víðtækum samfélagsbreytingum. Vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“ Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, skorar á verkalýðshreyfinguna að bjóða fram nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð. Framboðið eigi framar öllu að beita sér gegn spillingu í íslensku samfélagi. Þessu lýsir Ragnar yfir í Facebook færslu sinni þar sem hann segir vera blikur á lofti í íslensku samfélagi eftir fréttaflutning af meintu framferði Samherja í Namibíu. Ragnar fer hörðum orðum um viðbrögð Samherja við ásökununum og segir málið lýsa „ógnvænlegu og siðlausu viðhorfi peningaafla til samfélaga, [lýsa] fordæmalausum hroka og viljaleysi til þátttöku í uppbyggingu innviða.“Gagnrýnir ríkjandi stjórnmálaflokka harðlega Ragnar tengir Samherjamálið í færslu sinni enn fremur við umdeilda einkavæðingu ríkiseigna, bankahrunið og umfjöllun um fjárfestingarleið Seðlabankans. „Allt frá einkavinavæðingu ríkiseigna, bankahruninu, peningaþvottavél Seðlabankans til endalausra spillingarmála sem ítrekað skjóta upp kollinum er stóra spurningin, hversu mikið og lengi er hægt að svindla, svíkja og pretta heila þjóð?“ Hann gagnrýnir jafnframt ríkjandi stjórnmálaflokka og sakar um að hafa haldið aftur af breytingum á íslensku samfélagi. „Valkostir kjósenda til raunverulegra breytinga eru af mjög skornum skammti og hagsmunaaðilar og peningaöflin ná ávallt yfirhöndinni í aðraganda kosninga, í gegnum rótgróna stjórnmálaflokka, í gegnum fjölmiðla, með lygaáróðri og gylliboðum og tækifærishugsjónum sem víkja um leið og hyllir í bitlinga.“Kallar eftir nýjum valkosti Ragnar kallar eftir því að íslenskir kjósendur fái tækifæri til þess að kjósa nýtt stjórnmálaafl sem seti baráttu gegn spillingu á ýmsum sviðum samfélagsins á oddinn. „Valkost sem snýr að raunverulegum breytingum á kerfi sem mergsýgur samfélagið að utan sem innan. Valkost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekkert gefa í staðinn. Valkost sem raunverulega er til höfuðs þeim sem neita að taka þátt í samfélagssáttmálanum. Sáttmála um að allir hjálpist að við að baka brauðið og þeir veikustu fái að borða fyrst.“ Leggur hann til að verkalýðshreyfingin stofni nýtt þverpólitískt stjórnmálaframboð og bjóði fram nýjan valkost fyrir kjósendur. „Ég skora hér með á verkalýðshreyfinguna að standa undir nafni og leiða fram slíkan valkost. Valkost málefna sem ekki verður haggað eða gjaldfelldar á valda og bitlingahlaðborði ríkjandi afla. Ég get ekki séð að ný og öflug verkalýðshreyfing geti skorast undan slíkri ábyrgð öðruvísi en að senda reikninginn til komandi kynslóða.“
Kjaramál Samherjaskjölin Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent