Mállausir innflytjendur ódýrt vinnuafl Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 10:30 Aneta Matuszewska stofnaði Retor Fræðslu, sem sérhæfir sig í að kenna fólki af erlendu bergi brotnu íslensku, fyrir ellefu árum. Fréttablaðið/Ari Ef íslenska tungumálið deyr, þá verður það ykkur að kenna,“ segir Aneta Matuszewska. Síðasta áratug hefur hún verið skólastjóri Retor Fræðslu, íslenskuskóla fyrir innflytjendur. „Ég er búin að búa á Íslandi í átján ár. Ég ákvað að gefa Íslandi tækifæri og sé ekki eftir því. Ég veit hvernig íslenskan mun deyja og hvernig hægt er að koma í veg fyrir það.“ Við hittum Anetu á skrifstofu skólastjórans í Hlíðasmára í Kópavogi. Þar eru fimm skólastofur sem taka allt að fimmtán nemendur hver. Aneta er mjög ákveðin en hefur ekki mikinn tíma til að sitja og spjalla. Skilaboðin sem hún vill koma á framfæri eru einföld en beitt. „Við þurfum skýra stefnu, hvort innflytjendur eigi að tala íslensku eða ekki. Ég vil að hver og einn sem flytur til Íslands fái þau skilaboð að hér sé töluð íslenska og að Íslendingar tali við innflytjendur á íslensku,“ segir Aneta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru meira en 43 þúsund innflytjendur búsettir á Íslandi í dag. Meira en tólf prósent landsmanna. Þegar Aneta kom til Íslands var hlutfallið um þrjú prósent. „Ímyndaðu þér ef allir íbúar Akureyrar, Selfoss og Reykjanesbæjar væru innflytjendur. Í mörgum tilfellum er þetta fólk ekki með kosningarétt, borgar sína skatta en er alveg mállaust í samfélaginu. Þetta er fólk sem margir hugsa um að komi á færibandi til að vera ódýrt vinnuafl. Þetta er því miður hugsunarhátturinn hjá mörgum, jafnvel þeim sem stjórna landinu.“Fundaði með Lilju Fyrir ári fundaði hún um málið með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. „Ráðherra tók mjög vel í allt sem ég sagði og ég bind enn miklar vonir við að það muni eitthvað gerast. Staðan er sú að fyrir áratug voru lagðar árlega um 240 milljón krónur í að kenna innflytjendum íslensku, síðustu ár hefur talan verið í 120 milljónum. Helmingi minna, þrátt fyrir gífurlega fjölgun innflytjenda, þetta þarf að leiðrétta sem fyrst. Að óbreyttu störfum við í óvissu, vitum ekki hvað er fram undan. Í dag líður mér eins og ég sé ein á árabát að róa gegn straumnum, í baráttu fyrir ykkar tungumáli,“ segir Aneta. „Menntamálaráðuneytið hefur, með því að skera niður styrki til íslenskukennslu til innflytjenda, náð að spara sér einn og hálfan milljarð á tíu árum. Það er auðvelt að spara á skattgreiðendum sem geta hvorki kosið né tjáð sig. Þetta finnst mér ekki í takt við nútímasamfélag.“ Það þarf að tala við Anetu í dágóðan tíma til að skynja að íslenska er ekki hennar móðurmál. Hún er fædd og uppalin í vesturhluta Póllands, ekki langt frá landamærunum við Þýskaland. Aneta er matvælafræðingur að mennt. Þegar hún var búin með námið um tvítugt ákvað hún, líkt og svo margir aðrir, að prófa að fara út í heim í einhvern tíma. Svo fór að í janúar 2001 varð hún au pair á Kársnesinu.Læra ensku í stað íslensku „Ég man alltaf eftir tilfinningunni á leiðinni frá Keflavík og til höfuðborgarinnar. Hvert var ég komin? Engin tré. Sjórinn til vinstri og fjöllin til hægri. Hræðilegt veður,“ segir Aneta og hlær. Hún fékk hlýjar móttökur hjá fjölskyldunni og vandist Íslandi tiltölulega fljótt. Í stað þess að snúa aftur heim til Póllands fór hún að vinna á leikskóla, fyrst í Vesturbænum, svo sem deildarstjóri í Árbæ. „Ég vissi að ég yrði hérna í ár eða tvö. Það að læra íslensku var bara eitthvað til að gera á meðan. Við kennararnir í þessum skóla segjum alltaf í fyrsta tíma: Ef þú verður á Íslandi eins lengi og námskeiðið stendur, þá áttu að reyna að læra. Meira að segja ef þú ert kominn með farmiða heim, ekkert mál, ef þú kemur aftur, þá ertu kominn eitthvað áleiðis,“ segir Aneta. „Ég talaði ensku þegar ég flutti til Íslands, það gera ekki allir. Núna lifum við í þannig þjóðfélagi að innflytjendur læra ensku þegar þeir sjá fram á að búa hér í einhvern tíma, ekki íslensku.“Hvernig lærðir þú íslensku? „Ég fór á tvö íslenskunámskeið, svo kom þetta með áhuganum,“ segir hún og brosir. „Ég lærði af virðingu. Ég er gestur í þessu landi og gat ekki hugsað mér annað en að læra tungumálið.“Hvers vegna fórstu ekki heim? „Þegar ég var búin að vera á Íslandi í fjögur ár fékk ég tækifæri til að kenna Pólverjum íslensku. Ég sá strax að það vantaði betri lausnir og betri þjónustu fyrir þennan hóp, eftir það var ég staðráðin í að stofna minn eigin skóla.“ Svo fór að hún stofnaði Retor Fræðslu árið 2008. „Þegar ég stofna skólann, þá var hjartað mitt orðið hálft íslenskt. Mér var farið að þykja vænt um Íslendinga, náttúruna og menninguna.“Mun aldrei breyta eftirnafninuHvernig er að kynnast Íslendingum? „Það tekst um leið og maður gerir sér grein fyrir því að Íslendingar eru ekki Pólverjar. Það hefur verið rosalega skemmtilegt ævintýri að kynnast Íslendingum. Það þarf að gefa frá sér alla dómhörku og sýna auðmýkt, þá er hægt að eignast alvöru vini úr öðrum menningarheimi.“ Aneta mun aldrei sleppa sumum hlutum sem eru sérstaklega pólskir. „Ég elska að setja tómatsósu ofan á pítsu,“ segir hún og hlær. „Það er alltaf ákveðin súpa á aðfangadag. Svo fæ ég tvo konudaga á ári.“Aneta segir of margar hindranir í vegi þeirra sem vilji læra íslensku. Vill hún að það verði opinber stefna að allir á Íslandi tali íslensku.Fréttablaðið/AriHún mun heldur aldrei breyta eftirnafni sínu. „Ég heiti Matuszewska og mun alltaf heita það. Ég hef tekið eftir því að margir innflytjendur gera það, það er allt í lagi, en ekki ég.“ Nafnið verður þó til þess að oft gerir fólk ráð fyrir því að hún tali ekki íslensku. „Það er ekki langt síðan ég fór að rífast við íslenskan símasölumann sem vildi bara tala við mig ensku. Hann skellti á mig þegar ég var búin að biðja hann þrisvar um að skipta yfir í íslensku.“ Starfsemin byrjaði smátt, í atvinnuhúsnæði í Auðbrekku áður en þau fluttu í núverandi húsnæði. Hún vissi að hún gæti gert betur en námskeiðin sem hún fór á. „Það verða að vera litir í kennsluefninu, það var það fyrsta sem ég ákvað. Það er drepleiðinlegt að læra þegar allt er svarthvítt,“ segir Aneta og hlær. „Þetta er allt öðruvísi kennsla, við förum hægar og pössum okkur að svara öllum spurningum sem vakna.“Gagnrýnir ráðuneytisstjóra Nýverið var greint frá því að Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins og fyrrverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, hefði sagt á málþingi að fólk af erlendum uppruna sem starfar á íslenskum vinnumarkaði „nenni ekki að læra tungumálið“, þrátt fyrir að vera boðið á íslenskunámskeið. „Slík viðhorf eru algeng hjá stjórnendum. Stefnuleysið hefur gert það að verkum að þessir einstaklingar vinna á kössum, keyra strætó, vinna á veitingastöðum og ýmis verkamannastörf. Mállausir innflytjendur. Það er ekki okkur innflytjendunum að kenna að þetta er staðan. Það er ykkur að kenna. Mállausi einstaklingurinn á búðarkassanum er afleiðing stefnuleysis stjórnvalda,“ segir Aneta. „Að mínu mati geta allir lært grunninn í íslensku og lært að bjarga sér. Ég get fullyrt að meirihlutinn vill læra, hindranirnar eru hins vegar of margar. En innflytjendur þurfa hvata, reglur og stefnu. Stundum lítur þetta út eins og stjórnvöld vilji ekki að við lærum íslensku. Kannski er málleysið okkar kostur og heldur okkur sem ódýru vinnuafli. Ég hvet embættismenn eins og Gissur til að líta sér nær. Þetta er vandamál sem þið þurfið að leysa í stað þess að varpa ábyrgðinni á okkur innflytjendur. Þetta er ykkar land og ykkar tungumál.“ Aneta segir að ef stjórnvöld myndu draga línu í sandinn og gera það að opinberri stefnu að allir sem hér búa skuli læra íslensku, þá þurfi því líka að fylgja fjármagn. „Opinber stefna og aukið fjármagn er fyrsta skrefið í að viðhalda íslensku á Íslandi. Þannig gætum við að framtíð íslenskunnar.“Viljið þið að við tölum íslensku? Stefna myndi einnig eyða óvissu. „Við innflytjendur krefjumst þess að fá að vita hvað þið viljið. Viljið þið að við tölum íslensku eða ekki?“ Retor Fræðsla tekur á móti stórum hópi nemenda. Hluti þeirra kemur á eigin forsendum. Aðrir koma í gegnum Vinnumálastofnun eða fyrirtæki. „Við höfum varla undan. Við vinnum oft fram á kvöld til að reyna að hjálpa eins mörgum og við getum,“ segir Aneta. Þrátt fyrir það er reksturinn þungur. „Námskeiðin fyrir einstaklinga eru of dýr. Það að fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna sé tilbúið að leggja á sig mikla fjárfestingu er vitnisburður um hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að læra íslensku,“ segir Aneta. „Stéttarfélög og stofnanir verða síðan að bjóða fólki sem ætlar að læra tungumálið betri endurgreiðslur. Það má ekki vera enn ein hindrunin.“ Þegar blaðamaður var á staðnum var hópur frá stóru fyrirtæki á íslenskunámskeiði. „Það hefur farið mikil vinna í að aðlaga námskeiðin þörfum fyrirtækja. Þá er áherslan lögð á að nota íslensku í því tiltekna starfi, fagheiti og orð sem eiga aðeins við einhverja tiltekna vinnu. Fyrirtækin sem leita til okkar eiga mikið hrós skilið fyrir að átta sig á því hversu mikilvæg íslenskan er.“Borgað fyrir að þegja Þó svo að íslenskukennsla sé aðalatriðið þá aðstoða þau einnig innflytjendur við að gæta að réttindum sínum. „Í mörgum tilfellum veit fólk ekki hvað það má gera. Íslenskan er lykillinn að samfélaginu og þeir sem eru lyklalausir eru látnir þola ótrúlegustu hluti,“ segir Aneta. Hefur hún oft og mörgum sinnum heyrt sögur um hvernig komið er fram við starfsfólk af erlendum uppruna. „Það eru mörg dæmi um að brotið sé á réttindum þeirra. Stundum er þeim borgað fyrir að leita ekki réttar síns. Borgað aukalega fyrir að þegja yfir alvarlegum vinnuslysum. Alls konar hlutir sem ég veit að yrði aldrei gert ef viðkomandi talaði íslensku.“ Aneta hefur fengið viðurkenningu á starfi sínu, sú stærsta var þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, notaði hennar orð í ræðu á Íslensku bókmenntaverðlaununum snemma á þessu ári. „Ég sprakk úr stolti,“ segir hún og roðnar. Aðspurð hvort hún stefni á pólitík í framtíðinni segir Aneta það ekki vera á dagskrá. „Ég er of upptekin við það sem ég er að gera í dag,“ segir Aneta. „Árið 2007 hélt Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, erindi á degi íslenskrar tungu. Þið hafið ekki hlustað á hana. Hún sagði að við ættum að efla virðinguna fyrir íslenskunni, vegna þess að ef við glötum henni þá eigum við ekkert lengur. Stjórnvöld verða að hlusta áður en það verður of seint, annars deyr íslenskan.“ Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Ef íslenska tungumálið deyr, þá verður það ykkur að kenna,“ segir Aneta Matuszewska. Síðasta áratug hefur hún verið skólastjóri Retor Fræðslu, íslenskuskóla fyrir innflytjendur. „Ég er búin að búa á Íslandi í átján ár. Ég ákvað að gefa Íslandi tækifæri og sé ekki eftir því. Ég veit hvernig íslenskan mun deyja og hvernig hægt er að koma í veg fyrir það.“ Við hittum Anetu á skrifstofu skólastjórans í Hlíðasmára í Kópavogi. Þar eru fimm skólastofur sem taka allt að fimmtán nemendur hver. Aneta er mjög ákveðin en hefur ekki mikinn tíma til að sitja og spjalla. Skilaboðin sem hún vill koma á framfæri eru einföld en beitt. „Við þurfum skýra stefnu, hvort innflytjendur eigi að tala íslensku eða ekki. Ég vil að hver og einn sem flytur til Íslands fái þau skilaboð að hér sé töluð íslenska og að Íslendingar tali við innflytjendur á íslensku,“ segir Aneta. Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru meira en 43 þúsund innflytjendur búsettir á Íslandi í dag. Meira en tólf prósent landsmanna. Þegar Aneta kom til Íslands var hlutfallið um þrjú prósent. „Ímyndaðu þér ef allir íbúar Akureyrar, Selfoss og Reykjanesbæjar væru innflytjendur. Í mörgum tilfellum er þetta fólk ekki með kosningarétt, borgar sína skatta en er alveg mállaust í samfélaginu. Þetta er fólk sem margir hugsa um að komi á færibandi til að vera ódýrt vinnuafl. Þetta er því miður hugsunarhátturinn hjá mörgum, jafnvel þeim sem stjórna landinu.“Fundaði með Lilju Fyrir ári fundaði hún um málið með Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. „Ráðherra tók mjög vel í allt sem ég sagði og ég bind enn miklar vonir við að það muni eitthvað gerast. Staðan er sú að fyrir áratug voru lagðar árlega um 240 milljón krónur í að kenna innflytjendum íslensku, síðustu ár hefur talan verið í 120 milljónum. Helmingi minna, þrátt fyrir gífurlega fjölgun innflytjenda, þetta þarf að leiðrétta sem fyrst. Að óbreyttu störfum við í óvissu, vitum ekki hvað er fram undan. Í dag líður mér eins og ég sé ein á árabát að róa gegn straumnum, í baráttu fyrir ykkar tungumáli,“ segir Aneta. „Menntamálaráðuneytið hefur, með því að skera niður styrki til íslenskukennslu til innflytjenda, náð að spara sér einn og hálfan milljarð á tíu árum. Það er auðvelt að spara á skattgreiðendum sem geta hvorki kosið né tjáð sig. Þetta finnst mér ekki í takt við nútímasamfélag.“ Það þarf að tala við Anetu í dágóðan tíma til að skynja að íslenska er ekki hennar móðurmál. Hún er fædd og uppalin í vesturhluta Póllands, ekki langt frá landamærunum við Þýskaland. Aneta er matvælafræðingur að mennt. Þegar hún var búin með námið um tvítugt ákvað hún, líkt og svo margir aðrir, að prófa að fara út í heim í einhvern tíma. Svo fór að í janúar 2001 varð hún au pair á Kársnesinu.Læra ensku í stað íslensku „Ég man alltaf eftir tilfinningunni á leiðinni frá Keflavík og til höfuðborgarinnar. Hvert var ég komin? Engin tré. Sjórinn til vinstri og fjöllin til hægri. Hræðilegt veður,“ segir Aneta og hlær. Hún fékk hlýjar móttökur hjá fjölskyldunni og vandist Íslandi tiltölulega fljótt. Í stað þess að snúa aftur heim til Póllands fór hún að vinna á leikskóla, fyrst í Vesturbænum, svo sem deildarstjóri í Árbæ. „Ég vissi að ég yrði hérna í ár eða tvö. Það að læra íslensku var bara eitthvað til að gera á meðan. Við kennararnir í þessum skóla segjum alltaf í fyrsta tíma: Ef þú verður á Íslandi eins lengi og námskeiðið stendur, þá áttu að reyna að læra. Meira að segja ef þú ert kominn með farmiða heim, ekkert mál, ef þú kemur aftur, þá ertu kominn eitthvað áleiðis,“ segir Aneta. „Ég talaði ensku þegar ég flutti til Íslands, það gera ekki allir. Núna lifum við í þannig þjóðfélagi að innflytjendur læra ensku þegar þeir sjá fram á að búa hér í einhvern tíma, ekki íslensku.“Hvernig lærðir þú íslensku? „Ég fór á tvö íslenskunámskeið, svo kom þetta með áhuganum,“ segir hún og brosir. „Ég lærði af virðingu. Ég er gestur í þessu landi og gat ekki hugsað mér annað en að læra tungumálið.“Hvers vegna fórstu ekki heim? „Þegar ég var búin að vera á Íslandi í fjögur ár fékk ég tækifæri til að kenna Pólverjum íslensku. Ég sá strax að það vantaði betri lausnir og betri þjónustu fyrir þennan hóp, eftir það var ég staðráðin í að stofna minn eigin skóla.“ Svo fór að hún stofnaði Retor Fræðslu árið 2008. „Þegar ég stofna skólann, þá var hjartað mitt orðið hálft íslenskt. Mér var farið að þykja vænt um Íslendinga, náttúruna og menninguna.“Mun aldrei breyta eftirnafninuHvernig er að kynnast Íslendingum? „Það tekst um leið og maður gerir sér grein fyrir því að Íslendingar eru ekki Pólverjar. Það hefur verið rosalega skemmtilegt ævintýri að kynnast Íslendingum. Það þarf að gefa frá sér alla dómhörku og sýna auðmýkt, þá er hægt að eignast alvöru vini úr öðrum menningarheimi.“ Aneta mun aldrei sleppa sumum hlutum sem eru sérstaklega pólskir. „Ég elska að setja tómatsósu ofan á pítsu,“ segir hún og hlær. „Það er alltaf ákveðin súpa á aðfangadag. Svo fæ ég tvo konudaga á ári.“Aneta segir of margar hindranir í vegi þeirra sem vilji læra íslensku. Vill hún að það verði opinber stefna að allir á Íslandi tali íslensku.Fréttablaðið/AriHún mun heldur aldrei breyta eftirnafni sínu. „Ég heiti Matuszewska og mun alltaf heita það. Ég hef tekið eftir því að margir innflytjendur gera það, það er allt í lagi, en ekki ég.“ Nafnið verður þó til þess að oft gerir fólk ráð fyrir því að hún tali ekki íslensku. „Það er ekki langt síðan ég fór að rífast við íslenskan símasölumann sem vildi bara tala við mig ensku. Hann skellti á mig þegar ég var búin að biðja hann þrisvar um að skipta yfir í íslensku.“ Starfsemin byrjaði smátt, í atvinnuhúsnæði í Auðbrekku áður en þau fluttu í núverandi húsnæði. Hún vissi að hún gæti gert betur en námskeiðin sem hún fór á. „Það verða að vera litir í kennsluefninu, það var það fyrsta sem ég ákvað. Það er drepleiðinlegt að læra þegar allt er svarthvítt,“ segir Aneta og hlær. „Þetta er allt öðruvísi kennsla, við förum hægar og pössum okkur að svara öllum spurningum sem vakna.“Gagnrýnir ráðuneytisstjóra Nýverið var greint frá því að Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins og fyrrverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, hefði sagt á málþingi að fólk af erlendum uppruna sem starfar á íslenskum vinnumarkaði „nenni ekki að læra tungumálið“, þrátt fyrir að vera boðið á íslenskunámskeið. „Slík viðhorf eru algeng hjá stjórnendum. Stefnuleysið hefur gert það að verkum að þessir einstaklingar vinna á kössum, keyra strætó, vinna á veitingastöðum og ýmis verkamannastörf. Mállausir innflytjendur. Það er ekki okkur innflytjendunum að kenna að þetta er staðan. Það er ykkur að kenna. Mállausi einstaklingurinn á búðarkassanum er afleiðing stefnuleysis stjórnvalda,“ segir Aneta. „Að mínu mati geta allir lært grunninn í íslensku og lært að bjarga sér. Ég get fullyrt að meirihlutinn vill læra, hindranirnar eru hins vegar of margar. En innflytjendur þurfa hvata, reglur og stefnu. Stundum lítur þetta út eins og stjórnvöld vilji ekki að við lærum íslensku. Kannski er málleysið okkar kostur og heldur okkur sem ódýru vinnuafli. Ég hvet embættismenn eins og Gissur til að líta sér nær. Þetta er vandamál sem þið þurfið að leysa í stað þess að varpa ábyrgðinni á okkur innflytjendur. Þetta er ykkar land og ykkar tungumál.“ Aneta segir að ef stjórnvöld myndu draga línu í sandinn og gera það að opinberri stefnu að allir sem hér búa skuli læra íslensku, þá þurfi því líka að fylgja fjármagn. „Opinber stefna og aukið fjármagn er fyrsta skrefið í að viðhalda íslensku á Íslandi. Þannig gætum við að framtíð íslenskunnar.“Viljið þið að við tölum íslensku? Stefna myndi einnig eyða óvissu. „Við innflytjendur krefjumst þess að fá að vita hvað þið viljið. Viljið þið að við tölum íslensku eða ekki?“ Retor Fræðsla tekur á móti stórum hópi nemenda. Hluti þeirra kemur á eigin forsendum. Aðrir koma í gegnum Vinnumálastofnun eða fyrirtæki. „Við höfum varla undan. Við vinnum oft fram á kvöld til að reyna að hjálpa eins mörgum og við getum,“ segir Aneta. Þrátt fyrir það er reksturinn þungur. „Námskeiðin fyrir einstaklinga eru of dýr. Það að fólk sem hefur ekki mikið á milli handanna sé tilbúið að leggja á sig mikla fjárfestingu er vitnisburður um hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að læra íslensku,“ segir Aneta. „Stéttarfélög og stofnanir verða síðan að bjóða fólki sem ætlar að læra tungumálið betri endurgreiðslur. Það má ekki vera enn ein hindrunin.“ Þegar blaðamaður var á staðnum var hópur frá stóru fyrirtæki á íslenskunámskeiði. „Það hefur farið mikil vinna í að aðlaga námskeiðin þörfum fyrirtækja. Þá er áherslan lögð á að nota íslensku í því tiltekna starfi, fagheiti og orð sem eiga aðeins við einhverja tiltekna vinnu. Fyrirtækin sem leita til okkar eiga mikið hrós skilið fyrir að átta sig á því hversu mikilvæg íslenskan er.“Borgað fyrir að þegja Þó svo að íslenskukennsla sé aðalatriðið þá aðstoða þau einnig innflytjendur við að gæta að réttindum sínum. „Í mörgum tilfellum veit fólk ekki hvað það má gera. Íslenskan er lykillinn að samfélaginu og þeir sem eru lyklalausir eru látnir þola ótrúlegustu hluti,“ segir Aneta. Hefur hún oft og mörgum sinnum heyrt sögur um hvernig komið er fram við starfsfólk af erlendum uppruna. „Það eru mörg dæmi um að brotið sé á réttindum þeirra. Stundum er þeim borgað fyrir að leita ekki réttar síns. Borgað aukalega fyrir að þegja yfir alvarlegum vinnuslysum. Alls konar hlutir sem ég veit að yrði aldrei gert ef viðkomandi talaði íslensku.“ Aneta hefur fengið viðurkenningu á starfi sínu, sú stærsta var þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, notaði hennar orð í ræðu á Íslensku bókmenntaverðlaununum snemma á þessu ári. „Ég sprakk úr stolti,“ segir hún og roðnar. Aðspurð hvort hún stefni á pólitík í framtíðinni segir Aneta það ekki vera á dagskrá. „Ég er of upptekin við það sem ég er að gera í dag,“ segir Aneta. „Árið 2007 hélt Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, erindi á degi íslenskrar tungu. Þið hafið ekki hlustað á hana. Hún sagði að við ættum að efla virðinguna fyrir íslenskunni, vegna þess að ef við glötum henni þá eigum við ekkert lengur. Stjórnvöld verða að hlusta áður en það verður of seint, annars deyr íslenskan.“
Birtist í Fréttablaðinu Innflytjendamál Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira