Tók langan tíma að byggja upp traust Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2019 06:15 Viðar Helgason fiskifræðingur. Fréttablaðið/Anton brink Viðar Helgason fiskifræðingur segir tíðindin um framferði Samherja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunarmálum í Namibíu. Hann lýsir aðdragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við hafrannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott samstarf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólíklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjórinn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að flytja hana inn sjálfir.“ Viðar minnist þess einnig sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoðarinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagnvart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heimamanna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undirstrikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður-Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir aldamótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveðinn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslendingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiskistofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang. Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Viðar Helgason fiskifræðingur segir tíðindin um framferði Samherja í Namibíu vera áfall fyrir sig og þá sem unnið hafa að þróunarmálum í Namibíu. Hann lýsir aðdragandanum að starfi Íslands í Namibíu þannig að íslensku ríkisstjórninni hafi borist bréf frá Namibíu mjög stuttu eftir að landið öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Eftir að Suður-Afríka dró sig út úr landinu hafi innviðakerfi landsins hrunið. Óskað hafi verið eftir aðstoð frá Íslandi við hafrannsóknir og sjávarútvegsmál og Viðar var kominn út strax tveimur mánuðum eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Namibíu haustið 1990. Hlutverk Þróunarsamvinnustofnunar í Namibíu var tvíþætt og fólst annars vegar í því að koma rannsóknarskipi Namibíumanna í stand og reka það og hins vegar að aðstoða við rannsóknir. Viðar segir að hópurinn hafi átt gott samstarf við sjávarútvegsráðuneytið í Namibíu. Hann minnist samtals við þáverandi ráðuneytisstjóra um ástæður þess að leitað var til Íslands. „Hann sagði það við okkur berum orðum, það væri vegna þess að Namibíumenn álitu Íslendinga ólíklegasta allra til að fara að sýna einhverja nýlendutilburði. Ísland væri svo lítið ríki og af því færi gott orð,“ segir Viðar. Ráðuneytisstjórinn hefði sagt: „Við höfum búið við nýlendustefnu í hálfa öld og ætlum ekki að fara að flytja hana inn sjálfir.“ Viðar minnist þess einnig sérstaklega hversu mikil áhersla var lögð á það af stjórnendum aðstoðarinnar að blanda ekki einhverjum viðskiptahagsmunum íslenskra fyrirtækja í vinnuna. Þrátt fyrir það hafi verið töluverð tortryggni gagnvart þeim í upphafi. „Það tók okkur töluverðan tíma að ávinna okkur traust heimamanna. Þegar þeim loksins skildist að við vorum hvorki komnir til að ýta undir íslenska hagsmuni né greiða götu íslenskra fyrirtækja, þá róuðust þeir,“ segir Viðar og undirstrikar að hlutverk Íslands hafi alltaf verið ráðgjöf en ekki yfirtaka á ákvörðunarvaldi. Með tímanum hafi Íslendingum sem unnu í Namibíu tekist að ávinna sér traust. Stjórnvöld þar hafi til dæmis lagt mikið traust á ráðgjöf Íslendinganna, ekki síst þegar illa gekk að ráða við Suður-Afríkumenn sem áttu gríðarlega mikið undir í veiðum á svæðinu. „Það varð ljóst nokkru eftir aldamótin að Namibía var ekki lengur styrkhæf og formlegur endir varð á starfi okkar þar árið 2010 og starfið færðist annað, meðal annars til Malaví. Samherji kemur svo þarna inn ári seinna og það er ekki vafi í mínum huga að þeir byggðu á því orðspori sem við vorum búin að byggja upp,“ segir Viðar. Hann hefur áhyggjur af orðspori Íslands ekki síst þar sem við erum nú þegar að veita þróunaraðstoð í sunnanverðri Afríku. „Þessi ríki hafa alltaf haft ákveðinn fyrirvara á Evrópuríkjum og ekki verður þetta til að bæta úr skák,“ segir Viðar og bætir við: „Þess vegna skipta viðbrögð íslenskra stjórnvalda út á við öllu máli. Ef umheiminum verður ekki sýnt að þetta teljist ekki góð latína á Íslandi mun enginn taka mark á okkur framar.“ Viðar telur reyndar að Íslendingar þurfi almennt að hugsa sinn gang þegar kemur að fiskveiðum og alþjóðasamskiptum. „Orðspor okkar í fiskveiðum er því miður farið að einkennast af því að við stöndum ekki við gerða samninga,“ segir Viðar og tekur dæmi um fiskistofna sem fara milli lögsögu ríkja á borð við makríl, síld og loðnu. Hvalveiðar Íslendinga séu enn eitt dæmi. Tímabært sé að Íslendingar hugsi sinn gang.
Birtist í Fréttablaðinu Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Yfirlýsing Kveiks: Höfnuðu fundi með Samherja í London Kveikur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fullyrðinga Þorsteins Más Baldvinssonar þess efnis að Kveikur hafi nálgast Samherja á fölskum forsendum, hafnað fundarbeiðni og ekki sinnt hlutleysisskyldu sinni við vinnslu þáttarins. 13. nóvember 2019 11:21
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37