Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur. Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur.
Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira