Björn Bjarnason segir um atlögu RÚV að Samherja að ræða Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2019 15:29 Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kveiks, milli þeirra Björns og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja. „Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“ Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á bloggsíðu sinni. Er þetta í stíl við það sem Bjarni Theódór Bjarnason, fyrrverandi bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, sagði á Facebook að Ríkisútvarpið sé á nornaveiðum og ætli ekki að láta sér segjast í árásum á eitt nafntogaðasta fyrirtæki landsins. Bjarni Theódór hefur reyndar tekið þá færslu niður enda var hún sett upp áður en þáttur Kveiks var sýndur sem rekja tengsl Samherjamanna við meðal annars þremenninga sem kallast hárkarlarnir. Björn gerir að umfjöllunarefni, í pistli sem hann birti í morgun, mál málanna sem eru fréttir af mútugreiðslum og skattaundanskotum Samherja í Namibíu. „Enn einu sinni er skollinn á fjölmiðlastormur vegna atlögu fréttastofu ríkisútvarpsins að stórfyrirtækinu Samherja. Nú vegna viðskipta í Namibíu og fiskveiða í lögsögu landsins,“ skrifar Björn og gefur heldur lítið fyrir fréttaflutninginn. Hann segir að á sínum tíma hafi þróunaraðstoð Íslendinga beinst í ríkum mæli að Namibíu og að hún hafi meðal annars snúið að fiskveiðum, stjórn þeirra og útgerð. Þetta þýddi eins og tíðkast viðskiptatækifæri fyrir fyrirtæki í landinu sem aðstoðina veitti. „Nýtti Samherji sér þau með þeim afleiðingum sem þrír aðilar keppast nú við að lýsa á dramatískan hátt, Kveikur, fréttaskýringaþáttur ríkisútvarpsins, vefsíðan Stundin og WikiLeaks. Þeir telja sig hafa afhjúpað stórfellt hneyksli og spillingu í Namibíu vegna viðskipta Samherja. Umræðurnar eru á frumstigi,“ segir Björn. Hann telur fráleitt að frásögn ríkisútvarpsins sem ætlað er að sýna fram á spillingu í Namibíu snerti stjórnarskrá Íslands og auðlindaákvæði í henni. „Að tengja ástandið í Namibíu fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi er of langsótt.“
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37 Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Fjarstæðukennd tilhugsun“ að Samherji múti íslenskum stjórnmálamönnum Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, leggur ríka áherslu á að sú mynd sem dregin var upp í Kveiksþætti gærkvöldsins af starfsemi Samherja í Namibíu verði rannsökuð til hlítar. 13. nóvember 2019 14:45
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Veiðiheimildirnar miklu dýrari í Namibíu en á Íslandi Gunnar Smári Egilsson telur nánast útilokað annað en að mútugreiðslur tíðkist á Íslandi. 13. nóvember 2019 12:37
Skattrannsóknarstjóri með gögn frá Namibíu til skoðunar Embætti héraðssaksóknara hefur tekið skýrslu yfir þeim sem hefur ljóstrað upp um meint brot Samherjamanna í Namibíu. 13. nóvember 2019 13:21