Handbolti

Trommusveit Vals leggur niður kjuðana | Ósátt við brottvikningu Sveins Arons

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Trommusveitin í fullu formi með Baldur Rafnsson í broddi fylkingar.
Trommusveitin í fullu formi með Baldur Rafnsson í broddi fylkingar. vísir/bára
Það verður ekkert bongó á næstu leikjum Vals enda hefur trommusveit félagsins ákveðið að hætta að starfa fyrir félagið. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við að Sveinn Aron Sveinsson hafi verið rekinn úr félaginu.

Sveinn Aron var í síðustu viku dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir grófa líkamsárás árið 2017.  Sjö mánuðir eru skilorðsbundnir í dómnum.

Trommusveitin er mjög ósátt við aðalstjórn Vals fyrir að reka Svein Aron úr félaginu. Þeir segja að þessi ákvörðun sé til skammar fyrir félagið. „Að taka menn af lífi innan félagsins er ekki boðlegt að okkar mati,“ skrifa mennirnir í opnu bréfi til aðalstjórnar sem má lesa á Facebook-síðu hjá stuðningsmönnum Vals.

Fjórmenningarnir segja að þeim sé ekki stætt að því að vinna sjálfboðastörf fyrir Val á meðan þessi aðalstjórn sitji. Því sé búið að leggja niður kjuðanna. Bréf þeirra má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×