Handbolti

Yfirlýsing frá Sveini Aroni: Harma að Valur hafi dregist inn í umræðuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sveinn Aron í leik með Val.
Sveinn Aron í leik með Val. vísir/bára
Handboltakappinn Sveinn Aron Sveinsson, sem var rekinn frá Val í gær, hefur sent frá sér yfirlýsingu.

Sveinn Aron fékk níu mánaða dóm vegna líkamsárásar í síðustu viku. Forráðamenn Vals vissu ekki af málinu fyrr en dæmt var í því. Í kjölfarið var Sveinn Aron rekinn frá félaginu í gær.

Í yfirlýsingu Sveins Arons tekur hann fram að hann hafi ekki verið leikmaður félagsins er hann gerðist sekur um líkamsárásina.

Yfirlýsing Sveins Arons:

Ég harma að Valur hafi dregist inn í umræðu um dóm sem ég hlaut í síðustu viku vegna líkamsárásar sem átti sér stað fyrir meira en tveimur árum síðan.

Allan minn íþróttaferil hef ég lagt hart að mér fyrir Val, þar sem hjartað mitt hefur slegið undanfarin tuttugu ár. Á þeim tíma hef ég gengið í gegnum hæðir og lægðir með félaginu og óska þess heitast að þótt samstarfi mínu við félagið sé nú lokið verði sigranna minnst sem við náðum í yngri flokkum sem og í meistaraflokki þar sem Íslandsmeistaratitillinn 2017 stendur hæst.

Eftir að hafa hampað titlinum ákvað ég að leggja skóna á hilluna og var því ekki leikmaður Vals þegar ég sýndi óafsakanlegt dómgreindarleysi og ósæmilega hegðun, sem ég viðurkenndi skýlaust fyrir dómi og tek núna út refsingu fyrir. Sú byrði mín á ekki að skyggja á íþróttafélagið mitt og stuðningsmenn þess.

Kv,

SAS


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×