Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:00 Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Félagsmiðstöðvadagurinn er í dag. Markmiðið að gefa foreldrum tækifæri til að kynnast starfinu sem fram fer í félagsmiðstöðvum landsins. Framkvæmdastjóri Samfés segir mikilvægt að foreldrar þekki umhverfi barna sinna. „Félagsmiðstöðvadagurinn var fyrst haldinn í félagsmiðstöðvum um allt land 2. nóvember 2011. Ungmennahúsin bættust svo við árið 2016 og á síðasta aðalfundi Samfés var ákveðið að hafa þetta viku. Með því er verið að auka sveigjanleika í dagskrá og veita fólki aukin tækifæri til að koma í heimsókn,“ segir Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés. Félagsmiðstöðvar og ungmennahús landsins halda daginn hátíðlegan dagana 11.-15. nóvember. Starfsfólk hefur skipulagt fjölbreytta dagskrá þar sem meðal annars er boðið upp á vöfflukaffi, brjóstsykursgerð, samlokukeppni og pílukast. Victor segir markmiðið með deginum vera að fá foreldra til að mæta í félagsmiðstöðvarnar og ungmennahúsin og kynna sér starfið sem þar fer fram. Félagsmiðstöðin Bústaðir tekur þátt í deginum og býður foreldrum, systkinum og öðrum fjölskyldumeðlimum á opið hús í dag. „Við ætlum að hafa opið hús fyrir foreldra, systkini og fjölskyldur og þar ætlum við aðeins að reyna að drepa á þá hluti sem við erum að gera,“ segir Ívar Orri Aronsson, forstöðumaður Bústaða. „Þetta er orðinn fastur liður hjá okkur og er einn af stóru liðunum í dagskránni. Aðalmarkmiðið er að fá foreldra til að koma og kynnast bæði starfi krakkanna og starfsfólkinu. Hvort tveggja held ég að sé mjög mikilvægt,“ segir Ívar. „Ég held að það skipti máli og sé skemmtilegt fyrir krakkana þegar þau koma heim úr Bústöðum og segjast hafa verið að spila við Ívar, Kára eða hvern sem er að foreldrarnir geti tengt andlit við fólkið sem verið er að tala um,“ segir hann. „Þessi dagur hefur haft mikið upp á sig,“ segir Ívar. „Í fyrra kom til dæmis móðir stráks sem hafði ekki tekið mikinn þátt í starfinu hjá okkur og vissi í rauninni ekki hvað var að gerast hér en mamma hans gat spottað alls konar hluti sem hún hélt að gætu verið eitthvað fyrir strákinn og síðan þá hefur hann verið mjög virkur í starfi hjá okkur.“ Victor Berg segir þátttöku í skipulögðu starfi félagsmiðstöðva hafa mikilvægt forvarnargildi. „Með slíkri þátttöku aukast líkurnar á því að ungt fólk kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun,“ segir hann. „Það er því mikilvægt að við stöndum saman og látum okkur varða hvar börnin okkar eru og hvað þau eru að gera,“ segir Victor.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Félagsmál Krakkar Skóla - og menntamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira