Frétt Guðjóns Guðmundssonar um leikinn á Ásvöllum í gær má sjá hér fyrir neðan.
Haukar eru með 16 stig á toppi deildarinnar. Hafnfirðingar hafa unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli. Selfoss er hins vegar í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig.
Haukur Þrastarson var allt í öllu hjá Selfossi en hann skoraði tíu mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sóknarleikur Selfyssinga riðlaðist hins vegar mikið þegar Ásgeir Örn Hallgrímsson tók hann úr umferð.
Hjá Haukum var Tjörvi Þorgeirsson frábær með ellefu mörk. Þau má sjá í fréttinni hér fyrir neðan.
Atli Már Báruson skoraði sex mörk fyrir Hauka, Einar Pétur Pétursson fimm og þá átti Andri Sigmarsson Scheving frábæra innkomu í mark heimamanna.