Starfsfólki á Reykjalundi létt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 14:00 Þórunn Hanna Halldórsdóttir, fulltrúi í fagráði Reykjalundar. Vísir/Sigurjón Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum. Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ný starfsstjórn hefur verið skipuð yfir Reykjalund. Formaður fagráðs Reykjalundar segir starfsfólki létt og býst við að læknar sem sögðu upp störfum sínum í mótmælaskyni dragi uppsagnirnar til baka. Sérstök þriggja manna starfsstjórn Reykjalundar sem sett hefur verið á fót fyrir tilstilli heilbrigðisráðherra var kynnt fyrir starfsfólkinu þar í morgun. Starfsstjórnin hefur fullt sjálfstæði og óskorað umboð til athafna við stjórnun stofnunarinnar meðan unnið verður að því að aðgreina rekstur endurhæfingarþjónustu Reykjalundar frá annarri starfsemi og eignum SÍBS samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Stefán Yngvason endurhæfingarlæknir verður formaður en aðrir stjórnarmenn eru Anna Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óskar Jón Helgason, sjúkraþjálfari. Þá sagði Ólafur Þór Ævarsson upp störfum sínum sem framkvæmdastjóri lækninga á stofnuninni í gær eftir að hafa starfað þar í tæpan mánuð. Herdís Gunnarsdóttir sem var settur forstjóri sagði upp því starfi í síðustu viku. Meðal krafna lækna sem höfðu sagt upp störfum sínum var að þau þyrftu að víkja. Þórunn Hanna Halldórsdóttir formaður fagráðs um heilaskaða á Reykjalundi segir starfsfólki stofnunarinnar létt. „Ég býst við því að þessar nýju fréttir og þessi nýja starfsstjórn verði til þess að fólk skoði stöðu sína uppá nýtt. Ég held að forsendur margra fyrir sínum uppsögnum séu aðrar. Ég á von á því að margar af þeim uppsögnum sem hafa orðið gangi til baka,“ segir Þórunn. Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs staðfesti við fréttastofu í morgun að hún ætli að draga uppsögn sína til baka. Þórunn finnur strax mikinn mun á starfsandanum. „Það er bara léttir yfir fólkinu hér það er það sem ég upplifi mest. Það hefur verið svo mikið vantraust og reiði og ég held að þessi nýja starfsstjórn sé það sem við þurftum,“ segir Þórunn að lokum.
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira